Er enski boltinn verðlagður of hátt hjá Sýn 2?

Enski boltinnÞað styttist í að enski boltinn fari á fullt. Hér heima verður hann sýndur að nýju á íþróttastöðvum 365 eftir nokkurra ára hlé. Það eru margir sem velta fyrir sér verðlaginu á boltanum hjá 365. Sýn 2 mun sýna boltann og sitt sýnist hverjum um pakkann sem þeim er boðið sem vilja horfa á boltann. Hátt verð hans hefur farið fyrir brjóstið á fjölda fólks. Er ég einn þeirra sem hef verið mjög hugsi yfir verðlaginu á boltanum.

Það verður fróðlegt að sjá hvernig fer að lokum. Ég tel að margir muni fá sér stöðina með óbragð í munni, enda er verðlagið á stöðinni algjörlega út í hött að mínu mati. Það er svo fjarri lagi að þetta sé pakki sem er áhugaverður. Það eru margir að hugsa sitt ráð þessa dagana og það eru ekki allir sem vilja festa sig á stöðina á þessum pakka. Það var reyndar hið kostulegasta af öllu að fólki var boðin stöðin í pakka til eins árs á meðan að boltavertíðin er metin á níu mánuði. Það er margt í þessu dæmi sem stemmir ekki saman.

Það verður fróðlegt að sjá hvernig þessi vetur verður í boltanum varðandi útsendingarnar hérna heima. Það virðist vera mikil ólga og skal engan undra. 365 er farin að reyna að lægja öldur eins og sást í Íslandi í dag á Stöð 2 í kvöld. Það verður fróðlegt að sjá hvernig þeim gengur að koma þessum pakka út en ég ætla mér ekki að fá hann á þessum prís. Það er bara þannig.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heimir Eyvindarson

Ég tek undir það með þér að verðið á þessum pakka er alveg útúr kortinu. Ég sagði upp Stöð 2 og Sýn í vor og hugsaði með mér að maður myndi síðan endurnýja kynnin þegar enski boltinn færi að rúlla aftur, en ég er hreint ekki að fara að kaupa þennan pakka. Það er alveg víst. Mér er skapi næst að skila afruglaranum og hætta öllum viðskiptum við þetta blessaða batterí - hvernig sem það er nú hægt.

Heimir Eyvindarson, 24.7.2007 kl. 00:21

2 Smámynd: Ragnheiður

æj Stebbi, hvert er hið rétta verð fyrir einstakling eins og mig sem er ekki með neitt hjá þessu fyrirtæki ? Ég var búin að heyra 7000 á mánuði, hvar finn ég þetta á netinu ?

Ragnheiður , 24.7.2007 kl. 01:20

3 Smámynd: S. Lúther Gestsson

ekki veit ég Stefán hvort þú ert mikill áhugamaður um knattspyrnu eða hvort þú fylgist með henni, en ef það er svo þá veit ég vel að þú gerir gríðarlegar kröfur um útsendingarnar.

Kröfur um að fá helst allt í beinni, getað valið hvaða leik þú horfir á í beinni, almennilegar lýsingar, alvöru umræðuþátt eftir leikina, þú vilt fá dómara, knattspyrnumenn, þjálfara alla sem vita eitthvað um bolta til að útskýra hinar ýmsu uppákomur sem eiga eftir að sjást á vellinum. Nú svo ef þú að einhverri ástæðu að þú getir ekki fylgst með í beinni vilt þú getað séð leikina endursýnda í heild sinni.

Allt þetta ætlar 365 að uppfylla, allt og vittu til þeir gera það. Svona þjónusta við knattspyrnuáhugamenn hefur aldrei verið gerð eins góð skil og verður næsta vetur.

Þú færð að sjá æfingaleikina sem liðin spila, þú færð mörkin endursýnd í sér þætti á undan Englendingum. Nú sendir þú þeim mörkin í símann.

Strákar, þetta bara kostar að gera þetta svona og okkur er bara alveg sama. Við viljum BARA BOLTANN.  

S. Lúther Gestsson, 24.7.2007 kl. 03:15

4 Smámynd: Hrannar Baldursson

Geturðu ekki fengið þér gervihnattadisk og áskrift að boltanum gegnum hann? Hann væri búinn að borga sig upp á einu ári.

Hrannar Baldursson, 24.7.2007 kl. 08:11

5 identicon

Boltinn var flottur í fyrra á Skjásport - geri ekki meiri kröfur en voru uppfylltar þar. Aldrei áður höfðu jafn margir leikir verið sýndir.

Það að setja fleiri krúsídúllur inn er að mínu mati einungis léleg leið til að sýna fram á ástæðu til að hækka verðið upp úr öllu valdi. Góð hugmynd sem maður hefur verið að heyra síðustu daga að fjárfesta í gervihnattadisk..

Erfitt val framundan þar sem ég get hreinlega ekki fengið mig til að greiða fyrir 12 mánuði þegar ég horfi á enska í 9... spurning hvort heimsmeistaramótið verið inní þessari sjónvarpstöð? væri gaman að vita það.

Fannst samt ótrulegt að hægt væri að koma í eigin fjölmiðli fram á besta sjónvarpstíma og tilkynna að eiginlega væru gjöldin að lækka nema í undantekningartilvikum... þá hljóta undantekningartilvik að þýða ekki áskrift af stöð2, bíórás og fleiri stöðvum!!

Unnur B. Johnsen (IP-tala skráð) 24.7.2007 kl. 10:23

6 Smámynd: Ingi Björn Sigurðsson

Skemmtileg neytenda vakning sem hefur verið hrind á stað í kjölfar þessa máls. Fólk lætur í sér heyra þegar því er misboðið, sem er mjög jákvætt. ég er ekki til búin að borga 1300 krónur per leik hjá mínu liði.  

Margt athyglisvert er að koma upp í þessu máli. Til að mynda að fólk á landsbyggðinni og þar á meðal Akureyringar get ekki nýtt sér þessa þjónustu að fullu. Einningis möguleiki á 3 stöðvum í stað 5 á höfuðborgarsvæðinu.

Hvað finnst þér um það Stebbi? líklega verða samt sömu verð hérna í bænum og út á landi. Upplýsingarnar má finna á liverpool blogginu www.eoe.is/liverpool

Ingi Björn Sigurðsson, 24.7.2007 kl. 10:46

7 Smámynd: Þórður Steinn Guðmunds

Kemur ekki til greina að fá þennan pakka. Stofnuðu sér stöð og maður verður að borga núna fyrir bæði sýn og sýn2 kemur ekki til greina. Skilaði myndlyklinum. Alltof dýrt. Maður horfir bara á einn leik í einu og veit oft meira sjálfur um fótbolta en þessir sem fengnir eru í þættina.

Þórður Steinn Guðmunds, 24.7.2007 kl. 11:18

8 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Takk fyrir kommentin.

Heimir: Já, tek undir þetta. Verðið á Stöð 2 er of mikið fyrir mig, ég horfi sjaldan á og þegar að það gerist vil ég sé gott efni. Þannig að ég sagði skilið við hana og sé ekki eftir henni. Það eru ekki það sérstakar myndirnar sem þeir eru með og gæðin á stöðinni hafa dalað verulega.

Hross: Upplýsingar um áskriftardæmið er á þessari slóð.

Lúther: Ég hef mikinn áhuga á að fylgjast með og hef alltaf gert það. Er kannski ekki villtasti knattspyrnuáhugamaður sögunnar en áhugamaður samt. Mér finnst þetta of dýr pakki. Það eru fleiri þeirrar skoðunar en ég. Þetta er einum of hátt finnst mér.

Hrannar: Já, það liggur við að það væri heiðarlegra og betra að verða eigin sjónvarpsstjóri og vera í þessu á eigin forsendum og með eigin disk.

Unnur: Algjörlega sammála, gott innlegg. Þetta með árspakkann þegar að boltinn rúllar í níu mánuði er alveg með ólíkindum finnst mér. En já, þetta er pakki sem er einum of dýr. Það eru að ég tel mjög margir á þeirri skoðun.

Ingi Björn: Já, nákvæmlega. Það verður að tjá sig um þetta. Ekkert annað hægt í stöðunni. Þetta er ekki viðunandi prís á dæmið. Já, ég hef einmitt hugsað um þetta sama líka, þetta er svona. Það eru ekki sömu skilyrðin hér og það er ekki búið nógu vel að þessu.

Þórður Steinn: Já, þetta er einum of vel í lagt að ætla að taka þessu pakkatilboði. Tek undir margt af því sem þú segir.

mbk.

Stefán Friðrik Stefánsson, 24.7.2007 kl. 11:47

9 Smámynd: Karl Jónsson

Ég hefði vilja fá ákveðið valfrelsi innan þessa pakka. Ég hef nákvæmlega ekkert að gera með þessa aukaþætti erlendu sem þeir eru að bjóða upp á. Ég vil horfa á helgarleikina, en ég hef akkúrat engan áhuga á því að horfa á þessa aukaþætti. Ég vildi gjarnan hafa val um að sleppa þeim og lækka þannig áskriftina.

Annað, það er bindingin. Ég þarf að binda mig í 12 mánuði miðað við 10 mánaða bindingu á Skjásporti. Það finnst mér vera svínarí.

En við erum í M12 á mínu heimili og greiðum 2.700 ca fyrir Sýn 2 í viðbót.

Karl Jónsson, 24.7.2007 kl. 12:48

10 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ég sagði st.2 upp um daginn og hef ekkert við þá að tala meir. Er að spá í disk en svo er nú bara þannig með okkur hjónakorn að við getum alveg sleppt þessu, ef eitthvað er rosa spennandi þá eigum við góðan vin sem hægt er að horfa á hjá, hann á disk. kveðja norður

Ásdís Sigurðardóttir, 24.7.2007 kl. 13:16

11 Smámynd: Skarfurinn

Til hrosssins í haganum, hver hefur áhuga á að sjá æfingaleiki sem engu máli skipta og afhverju þarf að binda sig í 12 mánuði þegar mótið er bara 9,  já svaraðu nú, ertu kannski starfsmaður 365 karlinn ?

Skarfurinn, 24.7.2007 kl. 13:33

12 Smámynd: Ragnheiður

Hehe ég starfsmaður 365 ? og veit ekki áskriftarverðið ? Neibb, er ekki þar en takk Stebbi, ég kíki á þennan link.

Ragnheiður , 25.7.2007 kl. 01:20

13 Smámynd: Ragnheiður

Jább allt of dýrt !

Ragnheiður , 25.7.2007 kl. 01:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband