Skemmtilegar kappræður hjá demókrötum

Barack Obama og Hillary Rodham ClintonÉg horfði á skemmtilegustu kappræður sem ég hef lengi séð í Bandaríkjunum í nótt. Það voru sögulegar netkappræður, þær fyrstu, þar sem forsetaefni demókrata mættust í Suður-Karólínu á vegum YouTube og CNN. Spurningarnar voru 39 talsins, í senn bæði sannar og raunsæjar, og komu frá fólki í gegnum YouTube, venjulegu fólki. Það voru mun frekar spurningarnar en svörin sem settu mark sitt á þessar kappræður og þetta varð miklu líflegra fyrir vikið.

Það er spennandi slagur um útnefningu Demókrataflokksins fyrir væntanlegar forsetakosningar. Þar takast helst á öldungadeildarþingmennirnir Hillary Rodham Clinton, fyrrum forsetafrú Bandaríkjanna, og Barack Obama um hnossið mikla. Demókratar hafa tapað tveim forsetakosningum í röð og þar er leitað því eðlilega að sigurvegara. Alls eru frambjóðendurnir þó átta talsins. Möguleikar þeirra eru mismiklir. Persónulega fannst mér Joe Biden standa sig mjög vel í þessum kappræðum og Hillary Rodham Clinton var leiftrandi og öflug. Obama er að eflast eftir frekar gloppótta frammistöðu í fyrri kappræðunum tveim.

Það er auðvitað hörð barátta framundan um Hvíta húsið. Eitt og hálft ár er þar til að 44. forseti Bandaríkjanna tekur við völdum og innan við hálft ár er í fyrstu forkosningarnar í Iowa. Forsetinn verður kjörinn þriðjudaginn 4. nóvember 2008. Það er enn langur tími til stefnu. Samt hefur kapphlaupið um útnefninguna meðal demókrata staðið í um hálft ár. Allt er þetta til vitnis um hversu afleit staða George W. Bush er orðin. Kapphlaupið um Hvíta húsið hefur aldrei verið lengra en stefnir í að verði að þessu sinni. Baráttan verður hörð. Þó að Hillary sé fyrrum forsetafrú og hafi langa sögu valda og áhrifa að baki þarf hún að heyja harða baráttu. Þó eru flestir vissir um að hún muni hafa þetta.

Það var áhugavert að fylgjast með þessum kappræðum. Þær brutu stílinn upp með áberandi hætti og vonandi er þetta nýtt upphaf vestra í þessum efnum. Þetta verða spennandi forsetakosningar og áhugavert að fylgjast með slagnum sem er enn við upphafsmörk að svo mörgu leyti. Flest bendir til þess núna að þetta verði einvígi Hillary Rodham Clinton og Barack Obama.

Hvort og þá hverjir aðrir eigi séns verður að ráðast, en það er alveg ljóst að það mun fækka hratt í þessum hópi eftir forkosningarnar í Iowa og þær sem taka við. Það verður áhugavert að sjá hverjir hafa mesta úthaldið í þessum rándýra bransa.


mbl.is Fyrstu netkappræður forsetaframbjóðenda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Gunnar Helgi Eysteinsson, 24.7.2007 kl. 14:53

2 Smámynd: Haukur Nikulásson

Þetta er óguðlega langur umsóknarferill um eitt starf ekki satt?

Haukur Nikulásson, 24.7.2007 kl. 15:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband