Mótmælendur handteknir í Straumsvík

Mótmæli Mótmæli Saving Iceland halda áfram. Nú í dag var komið að því að þeir birtust fyrir utan álver Alcan í Straumsvík og tækju þar sömu rispu og verið hefur að undanförnu á öðrum stöðum. Það er mjög kostulegt að fylgjast með þessum mótmælum. Ég held að mikill meirihluti Íslendinga sé hættur að skilja þessi mótmæli. Það kom fram hjá Sigga pönk í Kastljósinu í gær að aðeins séu tíu Íslendingar að mótmæla í þessum hópi.

Sumir hafa talað um aðgerðarsinna þegar að talað er um þessa mótmælendur. Hversvegna er það nýyrði notað yfir þetta fólk. Af hverju ekki mótmælendur? Er það vegna þess að þeir viðhafa ólöglegar aðferðir til mótmæla að þá finnst fólki ekki viðeigandi að kalla þá því nafni? Það er ekki nema von að spurt sé. Aðferðir þessa hóps hafa verið frekar drastískar. Ekki var nóg með að þeir hafi truflað viðskiptavini í Kringlunni og blokkeruðu Snorrabrautina á laugardegi í júlí að þá hafa þeir verið sakaðir um að hafa slett málningu á fyrir Athygli, fyrir það eitt að það hafi sinnt verkefnum fyrir Landsvirkjun.

Það er margt í þessu sem venjulegt fólk skilur ekki. Þessi mótmæli eru að mínu mati engin rós í hnappagat íslenskra umhverfisverndarsinna, enda held ég að þetta hafi frekar skaðleg áhrif á þá en hitt. Hvað er svo annars Vopnaveita Reykjavíkur? Ekki nema von að fólk sé hugsi yfir verklagi og tjáningu þessa hóps erlendra mótmælenda sem flakkar um heiminn og leitar uppi verkefni, jafnvel í löndum þar sem það skilur ekkert í ástandi eða aðstæðum þar.

mbl.is Átta handteknir í Straumsvík og hlið opnuð á ný
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Grímur Kjartansson

"fjölmenna hópi"  Ég held að í gegnum skólakerfið hafi ég hafi verið í fjölmennari bekkjardeildum.

Grímur Kjartansson, 24.7.2007 kl. 15:51

2 Smámynd: Pálmi Gunnarsson

Stefán minn - hvaða venjulega fólk ertu að vitna í.  Ég tel mig svona í meðallagi venjulegan og á ekki í neinum vandræðum með að skilja hvert hópurinn er að fara.  Að tala um að aðgerðir Saving Iceland sé ekki rós í hnappagat íslenskra umhverfisverndarsinna hlýtur að vera vanhugsun hjá þér. Íslenskir náttúruverndarsinnar sem ég kýs að kalla þá eru ekki að biðja um neinar rósir í hnappagat. Þeir hafa of miklar áhyggjur af stöðu mála til að standa í slíku. Fínar mótmælagöngur sem andstæðingum Saving Iceland er svo tíðrætt um, þar sem allt er svo huggulegt og flott, eru þegar upp er staðið ekkert til að hrópa húrra fyrir, skila í mesta lagi stundarathygli. Það sem Saving Iceland hópurinn gerir hinsvegar, er að standa staðföst uppí hárinu á stjórvöldum, ríkinu í ríkinu, ákveðin í að koma málum sínum á framfæri, ekki einu sinni heldur stöðugt og láta dómharðan göturéttinn sem dæmir aðgerðir þeirra af fullkomnu miskunnarleysi og vill þau út í ystu myrkur, ekki fæla sig frá því sem þau telja rétt og satt.

Pálmi Gunnarsson, 24.7.2007 kl. 16:26

3 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Grímur: Já, sennilega er orðinu "fjölmenna" ofaukið.

Pálmi: Ég er bara að tala fyrir mig og ég er ekki einn um þessa skoðun. Þessi mótmæli hafa kannski áhrif á einhverja en ég hef talað við fjölda fólks, og það er ekki allt sjálfstæðisfólk, sem skilur ekki þessi mótmæli. Sést líka vel hér á moggablogginu að fólk sem er að skrifa botnar ekki í þessum mótmælum. En þetta er bara svona. Það verður hver dæmdur af boðskap sínum. Þau leggja sinn fram og fá þann dóm framan í sig bara eins og vill vera. Það er almennt þannig. En sitt sýnist hverjum. Það eru skiptar skoðanir um virkjanir og álver í samfélaginu og líka um þessi mótmæli.

mbk.

Stefán Friðrik Stefánsson, 24.7.2007 kl. 16:59

4 Smámynd: Kristján Pétursson

Mótmælendur sem fara ekki að fyrirmælum lögreglu ber að vísa úr landi og fyrir stærri afbrot verði þeim bönnuð endurkoma til landsins.Á blogginu mínu í dag fjalla ég um þessi mál.

Er sammála þér Stefán um umfjöllun þína á málinu.

Kristján Pétursson, 24.7.2007 kl. 17:23

5 Smámynd: Pálmi Gunnarsson

Stefán minn - ég skil vel hræðslu þína við þennan óargalýð. . en vertu rólegur meðan við bjóðum ekki Rio Tinto uppí leik við Eyjafjörð þá býst ég ekki við þeim í heimsókn ..

Kristján -  hvernig væri nú að þú kynntir þér feril fyrirtækjanna sem krakkarnir eru að mótmæla. Þá kæmist þú trúlega að þeirri niðurstöðu að íslenska þjóðin væri að leggja lag sitt við og hýsa fyrirtæki með illa lyktandi mjöl í pokahorninu. Eftir lesturinn myndir þú líklegast fara fram á að við slitum öllum tengslum við fyrirtækin og eigendum þeirra yrði umsvifalaust vísað úr landi og eignir gerðar upptækar. Ég efast reyndar um að þú myndir nokkurn tímann gera það. Til þess eru þeir sem standa í forsvari fyrir þessi fyrirtæki og tengjast þeim, of fín í tauinu og hafa trúlega bara notað hass og marihuana í menntaskóla. 

Ninni  - þú talar um verið sé að sletta málningu, stöðva umferð,vanvirða eignarrétt og troða á réttindum fólks sem hafi ekkert með málið að gera. Ég sé þetta aðeins öðruvísi. Við erum sem þjóð öll þáttakendur í því sem við tökum okkur fyrir hendur. Stundum er samt eins og við séum ekki í neinum tengslum við raunveruleikann í kringum okkur. Ef einhver veifar nógu þykku seðlabúnti þá er jafnvel forsvaranlegt að taka þátt í stríðsbrölti og bjóða fyrirtækjum mmeða afa vafasama fortíð uppí dans.  

Jói - það er ekki allt satt og rétt sem borið er á borð fyrir okkur varðandi álkálfana. Trúlega fæst af því satt og rétt.

Þegar ég hugsa um mótmæli krakkanna sem Kristján P vill láta dæma í eilífa útivist fyrir að mótmæla skítafyrirtækjum með vafasaman bakgrunn, þá kemur uppí huga minn hvernig Frakkar fara að þegar jafna þarf reikninginn við stjórnvöld. Þeir gera það þó ekki nema í ýtrustu neyð. Þá ganga þeir fylktu liði að þinghúsi, henda úldnum kartöflum,eða fiski í þinghúsið, lögregluna, þingmenn og ráherra. Allt heyrir þetta trúlega undir lögbrot og skemmdaverk. Það fer lítið fyrir penum mótmælagöngum hjá Frökkum enda ástríðufull þjóð sem hvað eftir annað hefur þurft að taka á honum stóra sínum í gegnum mannkynssöguna. Franskir mótmælendur ná nær undantekningalaust eyrum stjórnvalda í málum sem einhverju varða þjóðina.

Pálmi Gunnarsson, 24.7.2007 kl. 20:08

6 Smámynd: Pálmi Gunnarsson

Ninni - nei mér finnst ekki í lagi að lög séu brotin en þó eru dæmi þess að nauðsyn brjóti lög. Mér finnst þú hártoga málið enda hefur þú ekkert til málanna að leggja varðandi ástæðu þess að mótmælendur sletta málningu eða eins og þú kallar það brjóta á réttindum fólks. Við þú og ég erum að taka þátt í lögbrotum í gegnum þessi fyrirtæki sem krakkarnir eru að mótmæla, um það er enginn vafi í mínum huga.  

Pálmi Gunnarsson, 25.7.2007 kl. 00:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband