Kærar þakkir

Ég vil þakka kærlega fyrir þær góðu kveðjur sem mér og fjölskyldu minni hafa borist síðustu dagana. Met þær mjög mikils. Ég ætla að hefja nú aftur bloggskrif að einhverju marki. Það var réttast fyrir rúmri viku að draga sig aðeins í hlé. Það er auðvitað alltaf visst persónulegt áfall þegar að alvarleg veikindi verða í nánustu fjölskyldu og alvarlegur sjúkdómur gerir vart við sig. En það er orðið tímabært að hefja aftur skrif að vissu marki, enda alltaf um nóg að skrifa.


Það var mjög athyglisvert að sjá skrif Fréttablaðsins um þessa vefsíðu fyrr í vikunni. Mér fannst þau skrif fyrir neðan allar hellur og eiginlega til skammar fyrir blað af þessari stærðargráðu. Þessi vefsíða fór ekki í neitt persónulegt sumarfrí til sólarhressingar, heldur vegna þess að alvarleg veikindi voru í fjölskyldu minni og ég hafði einfaldlega ekki styrk til að standa í miklum skrifum. Það er eitt skref að horfast í augu við alvarleg veikindi foreldris, annað að halda áfram á sama krafti og ég tók einn pakkann í einu í því öllu saman.

Það er mjög merkilegt að sjá hvernig að Fréttablaðið amast þar við því að ég skrifi bloggfærslur út frá fréttum Morgunblaðsins á mbl.is. Þetta væl er farið að fara vægast sagt verulega í taugarnar á mér. Morgunblaðið býður upp á það að bloggað sé út frá fréttum. Það er valkostur fyrir alla bloggara, ekki bara mig. Ef blaðamaður Fréttablaðsins ætlar að gefa í skyn að ég kóperi fréttir og segi aldrei skoðanir mínar eða eigin hugleiðingar á atburðum samfélagsins vil ég vísa því algjörlega á bug sem óhróðri.
 
Mér fannst þessi skrif ekki til sóma Fréttablaðinu og hugleiði hvað búi að baki þeim. Fréttablaðið vil ég ekki sjá eftir þessi skrif og hef gefið það vel til kynna. Blað af svo skítlegri breiddargráðu er ekki velkomið inn á mitt heimili.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Steinunn Þengilsdóttir

Hæ Stebbi minn

Sendi þér og fjölskyldunni baráttukveðjur og það er alltaf notaleg tilhugsun að einhverjir þarna úti séu að hugsa til manns.

Ég las þessa frétt um þig í Fréttablaðinu og það segir meira um þá en þig Stebbi, svo þú skalt ekki gera þeim þann greiða að láta þetta fara í taugarnar á þér, þetta er væl og einungis stormur í vatnsglasi sem þeir eru að reyna að nota til að fylla síðurnar hjá sér.......

Heyrumst hress og kát

Anna Steinunn

Anna Steinunn Þengilsdóttir, 9.8.2007 kl. 13:31

2 Smámynd: Ragnheiður

Þú ert nú einn þeirra sem skrifar heilmikla pistla greinilega frá eigin brjósti um ýmis mál og þú gerir það vel. Ég vísa því þessum pistli frá þeim til föðurhúsanna sem hreinu bulli.

Vonandi duga þær baráttukveðjur sem þér hafa borist og ég sendi þér hér með mínar bestu óskir.

Ragnheiður , 9.8.2007 kl. 15:02

3 Smámynd: Huld S. Ringsted

gaman að sjá þig aftur Stefán, alltaf gaman að lesa bloggið þitt. Sendi þér mínar bestu óskir.

Huld S. Ringsted, 9.8.2007 kl. 17:53

4 Smámynd: Jón Valur Jensson

Ég fagna því að sjá þig svo fljótt aftur á svæðinu. Tók eftir þessari ómerkilegu athugasemd í Fréttablaðinu og varð móðgaður fyrir þína hönd, en hef áður séð sama skríbent í sama þætti vera að mæla niður menn að ósekju og kenni þetta ýmist við pólitík hjá honum, öfund eða dónaskap.

Jón Valur Jensson, 9.8.2007 kl. 20:28

5 Smámynd: Jón Valur Jensson

Og það verður ekki af þér skafið, að burtséð frá vinsældunum ertu einn bezti stílistinn á Moggablogginu, og enginn kemur að tómum kofunum hjá þér, hvað efni og umfjöllun áhrærir, eins og vill nú bregða við hjá svo mörgum.

Jón Valur Jensson, 9.8.2007 kl. 20:32

6 Smámynd: Ingi Björn Sigurðsson

Ég tók eftir þessu og fannst illa að þér vegið. Ég meina sér hver hefur sinn stíl. Þú hefur þinn, gott og vel, hefur fengið yfir 500 þúsund heimsóknir frá upphafi. Blogg tilraunir Vísis manna hafa gjörsamlega mistekist enda er visir.is tæknilegt hrak. Styðjast væntanlega við úrelt kerfi.

Ingi Björn Sigurðsson, 9.8.2007 kl. 20:49

7 Smámynd: Kristján P. Gudmundsson

Kæri bloggvinur, ég las ekki þetta níð um þig í Fréttablaðinu. Sá snepill skilar sér oft illa eða alls ekki inn um bréfalúguna hjá mér og sannast sagna er mér nokk sama. Það er fagnaðarefni, að þú ert byrjaður að skrifa þín ágætu blogg á ný. Guð gefi. að þínum nánustu heilsist sem best í bráð og lengd.

Með góðri kveðju frá Siglufirði, KPG.

Kristján P. Gudmundsson, 9.8.2007 kl. 21:10

8 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Þakka ykkur fyrir kommentin og góð orð. Met þau mjög mikils.

mbk.

Stefán Friðrik Stefánsson, 10.8.2007 kl. 11:49

9 Smámynd: Herdís Sigurjónsdóttir

Velkominn aftur Stebbi minn og baráttukveðjur til þín og þinna.

Já þeir sem skrifa slíkt um þín skrif hafa greinilega ekki lesið bloggið þitt reglulega  ..... AMEN

Herdís Sigurjónsdóttir, 10.8.2007 kl. 15:53

10 Smámynd: Stefán Þór Helgason

Gaman að sjá að þú ert farinn að skrifa aftur Stebbi minn! Fréttablaðið og þá sérstaklega blaðamaður þess sem skrifaði þessa ómerkilegu athugasemd ættu að skammast sín.

Þegar maður les frétt á mbl.is og sér að þú tengir við hana bloggfærslu þá getur maður treyst því að þú hafir skrifað mun ítarlegri grein þar sem oft kemur eitthvað nýtt og áhugavert í ljós.

Þú liggur ekki heldur á skoðunum þínum og þá er oft gaman að lesa og sjá málið frá þínum sjónarhóli.

Vertu velkominn aftur!

Kær kveðja,

Stefán Þór Helgason, 10.8.2007 kl. 21:28

11 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Ég nenni ekki að staldra við ritdóminn enda ert þú óumdeilanlega einn af mínum uppáhalds skríbentum.  

Bestu heilla- og bataóskir til þín og þinna.

Sigurður Þórðarson, 11.8.2007 kl. 21:32

12 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Takk kærlega fyrir kveðjurnar. Notalegt að lesa þær.

mbk.

Stefán Friðrik Stefánsson, 12.8.2007 kl. 11:28

13 identicon

Gangi þér, og fjölskyldu þinni allt í haginn; Stefán minn.

Taktu ekki sóðaskap Fréttablaðsins inn á þig. Þar fer fjölmiðlasamsteypa, sem engu eirir, og versnandi. Er til efs, að þeir birti jákvæðar fréttir, sem eru þó; í bland við hinar, í hversdags lífinu.

Með baráttukveðjum, í Eyjafjörðinn; úr Árnesþingi /

Óskar Helgi Helgason

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 12.8.2007 kl. 17:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband