Skapmikil stjarna sem hefur gaman af að stuða

Brad Pitt og Angelina Jolie Það verður nú seint sagt um óskarsverðlaunaleikkonuna Angelinu Jolie að hún sé dýrlingur, enda hefur hún alla tíð borið þá ímynd að geta stuðað mjög áberandi. Uppljóstranir um litríkan lífstíl hennar verða því seint toppaðar í raun. Þeir sem hafa séð myndina Girl, Interrupted, sem færði Jolie óskarinn fyrir sjö árum, sjá enda grunntýpuna sem hefur einkennt hana alla tíð, sem viljasterk og ákveðin kona. Þannig hefur ímynd hennar verið í áraraðir.

Jolie þýðir fögur, það er réttnefni á Angelinu sem þykir með fögrustu konum kvikmyndaheimsins. Hún hefur enda verið kyntákn alla tíð. Miðnafnið Jolie er því ekki ættarnafn, heldur er ættarnafn hennar Voight, enda er faðir Angelinu óskarsverðlaunaleikarinn Jon Voight sem var einn af þekktustu leikurum sinnar kynslóðar, og hlaut óskarinn fyrir eftirminnilega túlkun á lamaða hermanninum í Coming Home, manninum sem kemur heim lamaður frá Víetnam. Jolie og Voight hafa ekki talað saman í ein fimm ár vegna ágreinings.

Jolie hefur átt erfitt síðustu mánuði. Það eru nokkrir mánuðir síðan að móðir hennar, leikkonan Marcheline Bertrand, lést úr krabbameini og auk þess hefur stjarnan sokkið sér ofan í góðgerðarstarf um allan heim, einkum í Asíu, en hún er sem kunnugt er góðgjörðarsendiherra Sameinuðu þjóðanna þar. Hún hefur með því hlutverki fetað í fótspor margra þekktra leikara, t.d. Audrey Hepburn sem var mannréttindatalsmaður alla tíð samhliða leikferlinum og var í sama hlutverki og Jolie er eiginlega nú. Jolie hefur sinnt hlutverkinu vel og gott dæmi er að hún dvaldi um jólin 2005 á hörmungarsvæðunum í Asíu þar sem flóðbylgjurnar skullu á nokkru áður.

Áhyggjur eru víst uppi um það að vinnan sé að sliga leikkonuna. Hún bæði borði og sofi of lítið og heilsan sé ekki í forgrunni. Nýlegar myndir sýna að hún er grönn eins og spýtufjöl. Það verður fróðlegt að sjá hvað gerist. Þetta er skapmikil og ákveðin kona sem er ekki vön að láta karlana í kringum sig stjórna sér. Gott dæmi er um það hvernig að samskiptum hennar og föðurins lauk með hvelli fyrir nokkrum árum og hún lét Billy Bob Thornton gossa þegar að hann var farinn að skipta sér of mikið af hennar málum. Ekki er nú langt síðan að talað var um erfiðleika hjá Jolie og Brad Pitt.

Annars hefur jafnan verið sagt um stjörnurnar að þær séu skapmiklar. Ætli Angelina Jolie sé ekki gott dæmi um það.

mbl.is Angelina fórnaði ærslunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband