Sigurgöngu Guðjóns í bikarnum lýkur í Árbænum

Guðjón Þórðarson Það eru auðvitað nokkur tímamót sem fylgja sigri Fylkis á Skagamönnum í Árbænum í kvöld eftir æsispennandi framlengdan leik. Guðjón Þórðarson tapaði þar fyrsta bikarleik sínum í áraraðir og nýr kafli opnast á þjálfaraferli hans þar með. Það verður ekki deilt um það að Guðjón er einn sigursælasti þjálfari í íslenskri knattspyrnusögu eftir langa sigurgöngu með Skagann í denn og með íslenska landsliðið og sigrarnir eru sætir á löngum ferli en töpin væntanlega súr.

Guðjón leiddi KA-menn til Íslandsmeistaratitils fyrir um tveim áratugum eins og vel er í minnum haft hér á Akureyri. Það var ógleymanlegur titill, sem ekki allir spáðu fyrir um. Saga KA hefur verið brokkgeng síðan, ýmsir sigrar og auðvitað ósigrar. Sumarið 1989 er gullnu letri skráð í sögu KA-liðsins að sjálfsögðu og það gleymist seint. Þáttur Guðjóns í titlinum telst vissulega mikill. Síðar tókst honum að leiða Skagann til fjölmargra titla. Lægst náði leið hans væntanlega með Stoke, en það mikla ævintýri varð ekki eins farsælt og stefnt var að og því lauk með að hann var rekinn frá klúbbnum.

Guðjón hefur jafnan verið umdeildur í sínum bransa, jafnan þekktur fyrir skap sitt og keppnisanda sem fer ekki framhjá neinum. Þetta sumar er ekki það lágstemmdasta á ferli hans, en flestum er í minni leikur Skagamanna við Keflvíkinga á Skaganum fyrir nokkrum vikum sem lauk með umdeildum sigri heimamanna sem tekist var á um í kastljósi fjölmiðla um nokkurt skeið á eftir og einkenndist af þungum skotum milli aðila. En það lægði yfir eftir alla fjölmiðlahörkuna.

En nú er sigurgöngu Guðjóns í bikarnum lokið á sama sumri. Það verður fróðlegt að sjá hvernig árangur Skagamanna verður við lok tímabilsins nú þegar að bikardraumurinn er úr sögunni hjá Skagamönnum.

mbl.is Halldór skoraði tvö og kom Fylki í undanúrslit VISA-bikarsins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnheiður

Góð mynd af Guðjóni hehehe

Ragnheiður , 13.8.2007 kl. 12:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband