Jón Sigurðsson heldur til starfa í HR

Jón Sigurðsson Það eru þrír mánuðir liðnir frá því að Framsóknarflokkurinn varð fyrir sögulegu kosningaafhroði og Jón Sigurðsson sagði af sér formennsku í flokknum eftir að honum mistókst að ná kjöri á þing og hann lét af ráðherraembætti þegar að tólf ára líftíma ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks lauk. Mikið hefur verið hugleitt hvert leið hans myndi liggja síðan. Nú er biðlaunatíma Jóns að ljúka og hann að halda í nýjar áttir.

Samkvæmt fréttum mun leið hans liggja nú í Háskólann í Reykjavík þar sem hann mun sinna ýmsum verkefnum og sinna kennslu. Er það afturhvarf á gamlar slóðir, en eins og flestir vita var hann í áraraðir stjórnandi skólans á Bifröst og leiddi hann inn á háskólastigið. Jón fórnaði öruggri bankastjórastöðu við Seðlabankann fyrir rúmu ári fyrir að taka við Framsóknarflokknum og iðnaðar- og viðskiptaráðuneytinu við lok stjórnmálaferils Halldórs Ásgrímssonar. Áhættan varð dýrkeypt. Afhroði var ekki umflúið og hann komst ekki í kjörið embætti.

Það verður fróðlegt að sjá hvað hann muni nákvæmlega taka sér fyrir hendur í Háskólanum í Reykjavík og hver kennslufög hans muni verða. Þetta afturhvarf til kennslunnar og verkefna í menntageiranum koma eflaust mörgum að óvörum, enda kannski frekar einhverjir talið að Jón vildi sækjast eftir öðrum verkefnum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Þetta kemur dálitið á óvart,en er samt gott,maðurinn er eflaust góður kennari/Halli gamli

Haraldur Haraldsson, 13.8.2007 kl. 16:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband