Stórfelld mistök í málefnum Grímseyjarferjunnar

Kristján Möller og ferjan Það er óhætt að segja að skýrsla Ríkisendurskoðunar um kaup á Grímseyjarferju sé kolsvört. Það er orðið langt síðan að verri áfellisdómur hefur sést í skýrslu frá þeim bænum. Það er ekki hægt að segja annað en staða þessa máls sem fram komi í skýrslunni sé reiðarslag fyrir alla hlutaðeigandi. Öllum er ljóst að pottur er verulega brotinn í málinu frá a-ö.

Ég hef alla tíð verið þeirrar skoðunar að kaupa hafi átt nýja ferju. Sorgarsagan á bakvið kaupin á því skipi sem fyrir valinu varð að lokum er orðin löng og ömurleg í alla staði. Það voru mikil mistök að gera ekki eins og gert var varðandi Baldur á Breiðafirði að kaupa nýja ferju og hafa hana almennilega. Eða íhuga það að nota frekar gamla Sæfara áfram. Það hefði ekki verið verran en þessi aflóga dallur sem valinn var. Þessi ferja sem kom frá Írlandi og var ætluð Grímseyingum var svo illa farin að hún er enn í extreme makeover-meðferð í Hafnarfirði og sér ekki enn fyrir endann á því verklagi.

Það er alveg ljóst að þessi skýrsla er það svört að eftirmálar verða með einum hætti eða öðrum. Það er bara mjög einfalt mál í sjálfu sér. Vont verklag í málinu hlýtur að leiða til uppstokkunar verkferla og vinnulags við slíkar framkvæmdir. Það segir sig sjálft að þegar að endurbætur á ferju fara úr 150 milljóna skipulögðum pakka í yfir 500 milljónir að eitthvað stórfellt sé í raun að. Eðlilegast er að stjórnsýsluúttekt fari fram á þessu máli og það verði rannsakað í hörgul. Annað er ekki verjandi í þessu svarta máli.

mbl.is Vandamálin má rekja til ófullnægjandi undirbúnings
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bjarni Kjartansson

Og núna eru menn að þvo sér uppfyrir olnboga, hverjir í kappi við annann.

Gera ætti frekar úttekt á þeirri kórvítleysu, að grafa þessi Héðinsfjaðragöng, með tilheyrandi aukakostnaði.  Menn eru nú þegar farnir að tala í allt öðrum tölum um ljúkningu verksnins en var get við undirspil vælukórsins fræga, hvar núverandi Samgönguráðherra var forsöngvari.

Miðbæjaríhaldið

Vill að allt verði skoðað ef menn byrja á annað borð

Bjarni Kjartansson, 14.8.2007 kl. 13:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband