Vegagerðin ber fulla ábyrgð á ferjumálinu

Jón Rögnvaldsson Ég fagna þeirri ákvörðun samgönguráðherra að óska eftir stjórnsýsluúttekt á Vegagerðinni. Það var svosem ekkert annað í stöðunni fyrir hann eftir þá kolbikasvörtu skýrslu sem hefur verið opinberuð varðandi ferjumálið. Það þarf engan sérfræðing í stjórnsýslumálum til að sjá að mikil handvömm hefur orðið. Það þarf að fara yfir málefni Vegagerðarinnar nú. Þetta er hinn eðlilegasti hlutur í sjálfu sér og engum til frægðarauka að horfa framhjá stöðu mála.

Það þarf svosem ekki að leita langt að þeim sem ber ábyrgð á þessu máli að mínu mati. Þar verður horft til Vegagerðarinnar. Það er eitthvað stórlega að þeim sem kennir öðrum um þetta. Mér finnst það t.d. frekar fjarstæðukennt hjá samgönguráðherranum að kenna einhverjum ráðgjafa um skandalinn. Þegar á hólminn kemur er Vegagerðinni um að kenna og þangað verður horft, ekki til ráðgjafa.

Það er Vegagerðarinnar að meta ráðgjöfina sem á borðinu er og hennar er ákvörðunin. Þetta hefur Jón Rögnvaldsson, vegamálastjóri, viðurkennt með mjög áberandi hætti, en hann tók sökina á sig og sína stofnun í hádegisviðtalinu á Stöð 2. Það verður spurt um það á næstunni hvort vegamálastjóra sé sætt í þessari stöðu. Væntanlega mun stjórnsýsluúttekt á stofnun hans ráða framtíð hans í starfi.

En mér finnst það ekki nokkur vafi eiga að leika á að einhver verður að taka fulla ábyrgð á þessu mikla klúðri.

mbl.is Vegamálastjóri segir að taka verði aðfinnslur Ríkisendurskoðunar alvarlega
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Haraldsson

það hlaut að koma að þessu/Vegagerðin er afturhald og verður að ganga i nýja lífdaga/Vegamalastjóri á að segja af sér,það er málið,auðvitað mín skoðun og fl. /Halli gamli

Haraldur Haraldsson, 14.8.2007 kl. 16:36

2 Smámynd: Högni Jóhann Sigurjónsson

Þetta er líka mín skoðun.

Högni Jóhann Sigurjónsson, 14.8.2007 kl. 19:11

3 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Takk fyrir kommentin.

Bjarki: Það er alveg ljóst að ákvörðunin um kaupin á skipinu var tekin af Vegagerðinni. Hún er sjálfstæð stofnun með eigin yfirmann. Þar verður klúðrið. Þetta hefur Jón Rögnvaldsson viðurkennt sjálfur. En alla verkferla þarf að kanna vissulega og Vegagerðin fer í gegnum stjórnsýsluúttekt. En þegar hefur yfirstjórn Vegagerðarinnar tekið á sig ábyrgð. Það blasir við.

mbk.

Stefán Friðrik Stefánsson, 14.8.2007 kl. 22:06

4 Smámynd: Skarfurinn

Vegamálastjóri á að segja af sér strax til að Vegagerðin geti bjargað andlitinu þótt seint sé, einnig á Sturla Böðvarsson að segja af sér þingmennski, hans ábyrgð er engu minn í þessu hneyksli, gerist hvorugt er það staðfesting á að Ísland er BANANLÝÐVELI eins og sumir halda fram.

Skarfurinn, 15.8.2007 kl. 10:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband