Boli hent út af Moggablogginu?

Ég tók eftir því áðan að stjórnendur Moggabloggsins hafa lokað á Bol Bolsson, sem skrifaði undir nafnleynd hér misstuttar færslur um fréttirnar á kerfinu. Hann er horfinn af öllum listum að því er virðist. Veit ekki hvað hefur gerst en svo virðist vera sem að lokað hafi verið á hann. Enn og aftur minna stjórnendur vefsins á að fylgst er með þeim sem skrifa og ef þeir brjóta vefreglur að mati stjórnenda geta þeir átt það á hættu að vera settir út.

Þetta bloggsvæði er í einkaeigu. Þar gilda reglur og þar er standard yfir. Rjúfi menn grunnskilmálana hér geta þeir átt von á að lenda í því að lokað sé á þá. Þetta er ekki bloggkerfi án reglna og skilmála. Eins og í flestum samfélögum eru þar viss grunnur og það er skýrt hvernig það allt er hér. Ég treysti þeim hér á Moggablogginu til að stjórna þessum vettvangi með heiðarlegum hætti og standa vörð um að hér sé viss standard á umgjörðinni.

Það er auðvitað svo með opin bloggkerfi að þar safnast saman ólíkt fólk, með ólíkar aðferðir til að tjá sig. Flestir hér eru mjög málefnalegir og hafa góðar bloggsíður. Skilaboðin sem hafa verið send héðan, t.d. eftir frægt mál Emils Ólafssonar, eru þau að þetta samfélag er ekki stjórnlaust og þar er tekið á vandamálum að mati stjórnenda.

Þegar á hólminn kemur skiptir það mestu máli; að þetta bloggsamfélag haldist öflugt. Hér eiga allir sín tækifæri til að skrifa. Það má vel vera að flestir bloggarar hér hafi ólíkar skoðanir og aðferðir við að tjá sig. Mestu skiptir að haldast málefnalegur og geta rætt hlutina með heiðarlegum hætti. Án þess er ekkert vit í hlutunum. 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég velti því samt fyrir mér, hvað hann gerði eiginlega ?? Var hann ekki bara að blogga um fréttir með eins og tveggja setninga tjáningu ?  Skil ekki alveg hvaða reglur hann braut. 

Guðrún B. (IP-tala skráð) 14.8.2007 kl. 17:41

2 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ég skil ekki hvernig er hægt að taka þessu gagnrýnislaust.  Ég sé ekki frekar en Guðrún að maðurinn hafi brotið eitthvað af sér.  A.m.k. ekki hvernig hann bloggar.  Meira veit ég ekki.  Veist þú það Stefán?

Jenný Anna Baldursdóttir, 14.8.2007 kl. 18:09

3 Smámynd: Gísli Ásgeirsson

Er ekki hugsanlegt að Bolur hafi sjálfur eytt sínu bloggi?

Gísli Ásgeirsson, 14.8.2007 kl. 18:12

4 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Sjálfstortíming?

Heimir Lárusson Fjeldsted, 14.8.2007 kl. 18:16

5 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Hver er Bolur??? ein voðalega úti að aka, hef aldrei lesið blogg frá honum svo ég muni. 

Ásdís Sigurðardóttir, 14.8.2007 kl. 18:24

6 Smámynd: Þröstur Unnar

Ef þú ert ekki málefnalegur og hefur góða bloggsíðu, áttu þá á hættu að vera hent út? Grunnskilmálar? Hvaða steypa er þetta?

Þröstur Unnar, 14.8.2007 kl. 19:43

7 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

 það sem ég tók eftir að hann var með svívirðingar í garð stúlkna þessi náungi og var mjög orðljótur í garð kvenna sem voru feministar.. ... í raun skil ég vel að honum hafi verið hent út...

Brynjar Jóhannsson, 14.8.2007 kl. 20:26

8 Smámynd: Rúnarsdóttir

Lalalala ... vandræðalegt ...

Rúnarsdóttir, 14.8.2007 kl. 22:20

9 Smámynd: Ingi Björn Sigurðsson

hehehe... Mig langaði að gera nákvæmlega þess tilraun.. Hvað það tæki langan tíma að tæki að verða vinsælasti bloggarinn á  mbl.is. Henry svaraði þeirri spurningu..

Ingi Björn Sigurðsson, 14.8.2007 kl. 22:45

10 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Bolur er Henry Birgir Gunnarsson. Besta leið hans til að leika fífl er að leika sinn innri mann held ég. Það er það sem hann gerði.

Í tilefni skrifa hans í dag vil ég taka eftirfarandi fram:

Ég vil vísa því nauðaómerkilega skítkasti Henry Birgis Gunnarssonar á bug að ég sé innihaldslaus bloggari. Ég tjái mig um málefni dagsins í dag og segi mínar skoðanir á hlutunum í bland við að tala um það sem er að gerast. Ég hef aldrei á bloggferli mínum tjáð mig í einni eða tveim stuttum línum heldur skrifað ítarlegar færslur og verið með innihald í skrifunum.

Þeir lesa annars sem vilja bara. Það fer enginn tilneyddur á vefsíðu mína. Skítlegt tal Henrys um að ég beiti brögðum er ekki síður ómerkilegt eins og allt annað hjá honum. Hef aðeins tvisvar eða þrisvar frá því að ég byrjaði að blogga hér í september 2006 náð toppsæti á þessum vinsældalista og hef aldrei sóst í raun eftir því sérstaklega. Náði því fyrst reyndar eftir níu mánuði í blogginu hér. Svo að ég skil ekki vælið í Henry Birgi.

Er annars bara ánægður meðan að fólk les og vill kommenta. Er að gera þetta af áhuga. Ef fólk þolir ekki bloggið hefur það val um að hætta að lesa það. Ég var annars á blogger í fjögur ár og hóf ekki bloggskrif vegna heimsókna, heldur því ég vildi skrifa um málin. Mbl bauð mér að færa mig yfir. Það er einfaldlega bara þannig.

Það er annars kostulegt að fylgjast með þessu skítlega væli hans og starfsfélagana sem umlykja hann á Fréttablaðinu, sem ég kalla persónulegar árásir. Í mínum augum er Fréttablaðið skítasnepill.

Stefán Friðrik Stefánsson, 14.8.2007 kl. 22:46

11 Smámynd: Ragnheiður

Um leið og hann fór að tala um uppljóstrun þá hvarf síðan hans. Það var ljóst frá upphafi að maðurinn var að gera grín að öllu og öllum hérna á moggabloggi. Þetta er auðvitað fastur penni á vísisbloggi og mér sýnist að í uppsiglingu sé einhverskonar rígur þarna á milli.

Kveðja

Ragnheiður , 14.8.2007 kl. 22:48

12 Smámynd: krossgata

Hvernig getur það orðið stórmál að einhver bloggi eina eða tvær mis innihaldsrýrar setningar um hverja frétt og komist á einhvern heimsóknalista?  Skiptir það máli? Er það eitthvað til að gera veður út af?

krossgata, 15.8.2007 kl. 00:01

13 Smámynd: Jens Guð

  Eftir því sem ég kemst næst var ítrekað kvartað undan ósæmilegum athugasemdum hans við mbl.is fréttir.  Ég kíkti einu sinni á síðu hans og sá þar ekki beinlínis neitt ósæmilegt.  Var svo sem ekki að skoða bloggið hans til að leita uppi slíkt.  Sá bara útúrsnúninga sem greinilega voru ætlaðir til að hæðast að öðrum sem blogga um fréttir.

  Margar íslenskar fréttir á mbl.is fjalla um mannlegan harmleik sem aðstandendur taka nærri sér að gantast sé með. 

  Ég sá ekki þessa gagnrýni Henrys á þitt blogg,  Stefán.  Sjálfur kíki ég hinsvegar reglulega á bloggið þitt og kann vel við hvað þú ert málefnalegur og bætir oft við fréttir mbl.is bæði frekari fróðleik og umhugsunarverðum hugleiðingum. 

  Hafðu bara þakkir fyrir.  Og fjöldi innlita á færslur þínar sýna að margir hafa gagn og gaman af að fylgjast með því sem þú hefur hér fram að færa.  Ég er í Frjálslynda flokknum og mér þykir gaman að lesa málefnalegar hugleiðingar fólks í öðrum flokkum um sem flesta hluti.  Hvort sem þar birtast viðhorf fólks sem aðhyllist Sjálfstæðisflokkinn,  Vinstri græna eða aðra flokka. 

  Allflest höfum við þá hugsjón að búa í góðu þjóðfélagi.  Einn lykillinn að því er að hlusta á og velta fyrir okkur viðhorfum frá sem flestum hliðum til að ná þessu markmiði.   

Jens Guð, 15.8.2007 kl. 00:38

14 Smámynd: Haukur Nikulásson

Mér finnst þetta óþarfa viðkvæmni. Ég hef séð þetta gerast áður og eiginlega beið bara eftir því að einhver prófaði þetta. Mér fannst brandarinn bara nógu góður sem hugdetta en ekki til að framkvæma eins og Henry Birgir gerir.

Henry Birgir er ekki vitlaus. Hann er hins vegar óvæginn eins og Eiríkur Jónsson og gefur lítið fyrir tilfinningar þeirra sem hann skrifar um. Hann er í flokki þeirra sem stunda svolítið hjartalausa blaðamennsku.

Stefán, af því að þú vilt vera málefnalegur verð ég að segja að  síðasta setningin þín í athugasemdinni hér að ofan er of mikil alhæfing og  "over the top" í hita augnabliksins.  Ég skil samt að þú reiðist.

Einhvern veginn læðist að manni að þetta "stunt" sé gert vegna öfundar í garð Moggabloggsins. Bloggið á Vísi er bara tilvísun í Denna og þar finnst ekkert nema það stjórnendur vilja að sjáist. Mogginn er að vísu sekur um svipað bara ekki alveg í sama mæli. Mér finnst þeir hlaupa á sig í því að fjarlægja Bolinn út. Hann sagði ekkert óviðurkvæmilegt (ekki skv. minni eftirtekt) og þeir gátu bara tekið því eins og hverju gríni að hann spilaði svolítið á þetta kerfi.

Það er engin þörf á því að taka þetta alltof hátíðlega. Reyna bara að hafa gaman af þessu. 

Haukur Nikulásson, 15.8.2007 kl. 08:07

15 Smámynd: Júlíus Sigurþórsson

Ég var nú að reka augun í að Bolurinn blessaður er með bloggið allt opið og kominn á vinsældarlistana aftur...

http://bolur.blog.is/blog/bolur/

að vísu hefur engu verið bætt við... en hann er þarna ennþá.

Júlíus Sigurþórsson, 15.8.2007 kl. 10:43

16 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Það er eðlilegt að maður svari fyrir sig. Algjörlega óþarfi að vera eitthvað notalegur við þá sem ráðast harkalega að manni. Þýðir ekkert að vera með neinn virðingarblæ yfir því. Það hvernig Fréttablaðið skrifaði um mig á meðan að ég tók mér bloggpásu vegna veikinda móður minnar var fyrir neðan allt og þeir eiga alveg skilið að fá þessa gusu frá mér. Í mínum augum er þetta lið algjört pakk.

Stefán Friðrik Stefánsson, 15.8.2007 kl. 12:32

17 Smámynd: Stefán Þór Helgason

Það er venjan að þegar persónuleg áföll eða erfiðleikar gera vart við sig hjá mönnum að þeim sé sýnd sú virðing að á þá er ekki ráðist opinberlega, hvorki í fjölmiðlum né annarsstaðar á meðan á erfiðleikunum stendur. Þetta á bæði við um fólk sem mikið er í kastljósi fjölmiðla og líka hinn almenna borgara. Þetta fékk forsetinn að finna þegar eiginkona hans lést á sínum tíma. Hann fékk hið pólitíska svigrúm sem hann bað um. Einnig sást þetta greinilega þegar Davíð Oddsson greindist með krabbamein að pólitískir andstæðingar hans sem og aðrir stóðu við bakið á forsætisráðherranum sínum og létu hann í friði á meðan hann tókst á við sín veikindi.

 

Nú birtir Stefán Friðrik eftirfarandi færslu á sínu bloggi:

 

,,Ég hef ekki verið í miklu skriftarstuði síðustu dagana. Alvarleg veikindi í fjölskyldu minni hafa gert það að verkum að ég er ekki í miklu stuði. Ætla að taka mér smá bloggfrí á næstunni. Held að það sé ágætur leikur.”

 

Miðað við þessar aðstæður þá hefði maður haldið að allir mætir menn myndu sameinast um það að óska Stefáni og hans fjölskyldu alls hins besta á meðan á þeirra baráttu stæði, burtséð frá því hvort þeir eru andstæðingar að samherjar Stefáns.

 

Þetta er alls ekki uppi á teningnum hjá Fréttablaðinu og blaðamanni þess. Í blaðinu eru birtar persónulegar aðfinnslur sem greinilega eru sprottnar af öfund eða öðru slíku. Enginn eðlilegur maður færi að setja svona út á persónu Stefáns eða hans skrif við þessar aðstæður.

 

Auðvitað hafa menn rétt á því að tjá sínar skoðanir á mönnum og málefnum en einsog ég skrifaði hér að ofan þá er það ákveðin venja og bara almenn kurteisi að beina árásum sínum annað akkúrat á meðan þeir sem við árásunum verða eiga í persónulegum erfiðleikum.

 

Ég er þess fullviss að þeir sem hafa skrifað ómaklega um Stefán Friðrik og hans skrif síðustu daga skammast sin enda mega þeir gera það.

 

Ég sendi þér svo Stefán mínar allrabestu stuðningskveðjur.

Stefán Þór Helgason, 15.8.2007 kl. 14:18

18 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Takk kærlega fyrir þetta innlegg nafni.

Ég vil vegna fyrri skrifa taka fram að ég stend algjörlega við orð mín um Fréttablaðið. Það er skítasnepill. Ég get ekki tekið neina aðra afstöðu til blaðsins eftir þær skítapillur sem það hefur beint að mér og það meira að segja á frekar erfiðum tíma hjá okkur í fjölskyldunni.

Stefán Friðrik Stefánsson, 15.8.2007 kl. 15:48

19 Smámynd: Helga Guðrún Eiríksdóttir

Ég ætla að gerast svo djörf í þetta eina sinn að auglýsa eigin vefsíðu, og bið fólk vinsamlegast að heimsækja bloggið mitt í dag. Þar set ég fram 10 spurningar til yfirstjórnar mbl.is sem enn hefur ekki verið svarað. Hvaða skoðanir sem menn hafa, þá held ég að það sé okkur öllum í hag að ganga ekki að því gruflandi hvað má og hvað ekki. Kveðjur til ykkar allra.

Helga Guðrún Eiríksdóttir, 15.8.2007 kl. 18:52

20 Smámynd: Kolbrún Baldursdóttir

Ég hef ekki mátt vera að því að setja mig inn í þetta mál en ef ég skil þetta rétt, af því litla sem smollið hefur inn í hausinn á mér, þá fjallar þetta um einhvern Bol (dulnefni) sem hefur skrifað eitthvað neikvætt á blogginu; gagnrýni sem farið hefur úr böndum eða níð, ekki satt?
Eða er eitthvað annað í gangi?

Nema hvað, ef um persónulegt níð er að ræða finnst mér að vefsíðustjórar, eftir að hafa fengið ábendingar, eigi sjálfir að taka ábyrgð á að fjarlæga slíkt enda ekki til að auka virðingu og vinsældir bloggsins.
Það á sem sagt ekki að vera á ábyrgð bloggarans sem níðið beinist að, hvort lokað verði á þann sem beitir því.

Blogg fjallar um það eins og ég skil þetta fyrirbæri, að skiptast á skoðunum um málefni eða deila hlutum úr sinni tilveru. Ekkert rúm á að vera fyrir að kasta skít hvorki á þessum vettvangi né öðrum. Það ætti því að vera ánægja þeirra sem halda úti Moggablogginu að leggja sjálfstætt mat á hvort eitthverju bloggi skuli eytt eða síða skuli lokuð.
Vissulega þurfa umsjónarmenn Moggabloggsins að fá ábendingar því útilokað er fyrir þá að fylgjast með öllum færslum/síðum.

Kolbrún Baldursdóttir, 15.8.2007 kl. 19:20

21 Smámynd: Karl Tómasson

Um þetta allt snýst málið.

Bestu kveðjur Stefán frá Kalla Tomm úr Mosó.

Karl Tómasson, 15.8.2007 kl. 23:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband