Borgar Þór hættir sem formaður SUS

Borgar Þór Einarsson Borgar Þór Einarsson, formaður Sambands ungra sjálfstæðismanna, hefur nú tilkynnt að hann muni ekki gefa kost á sér til endurkjörs. Borgar var kjörinn formaður á sambandsþingi í Stykkishólmi fyrir tveim árum. Hef ég unnið með honum síðustu tvö árin, en ég hef verið ritstjóri heimasíðu SUS á þessu starfstímabili. Hef ég tekið sömu ákvörðun og fráfarandi formaður, ég mun ekki gefa kost á mér til endurkjörs í stjórnina.

Ég tel mál vera komið að linni núna. Ég hef unnið í ungliðamálunum í Sjálfstæðisflokknum í yfir áratug með einum eða öðrum hætti og lagt mikinn tíma af mörkum til ýmissa verkefna. Þessum tíma í lífi mínu er nú lokið. Það hafa verið mörg spennandi verkefni á þessum fjórum árum sem ég hef verið í stjórn SUS og á þeim árum sem ég leiddi starf Varðar, f.u.s. hér á Akureyri. Það hefur verið ánægjulegt að hafa traust fjöldamargra til þessara verkefna.

Sérstaklega mat ég mikils traust á síðasta SUS-þingi en þá fékk ég flest atkvæði í stjórnarkjöri fyrir þetta kjördæmi. Það hefur áhugavert að vinna með fráfarandi stjórn og þeirri sem ég sat í fyrst, árin 2003-2005. Mikil átök voru í aðdraganda síðasta SUS-þings. Þá íhugaði ég að draga mig í hlé. Svo fór þó ekki. Ég sem formaður Varðar stóð í miðri eldlínu þess sem gerðist í Reykjavík og það var átakanlega erfitt að mjög mörgu leyti. Valkostir voru annaðhvort að hætta eða taka afstöðu. Það fór allt eins og það fór. Hef þó ekki séð eftir neinu í því öllu en þetta voru lærdómsríkir tímar.

Ég kynntist Borgari Þór fyrst í alþingiskosningunum 2003 er við vorum í kosningabaráttuverkefnum. Það voru áhugaverðir tímar líka og segja má að þessi fjögur ár hafi verið áhugaverð. Ég vil þakka Borgari Þór samstarf síðustu ára. Þetta er tími sem hefur verið áhugaverður og skemmtilegur í senn. Það hefur verið ánægjulegt að starfa í ungliðamálunum en nú er annarra að taka við þeim verkefnum sem þar eru.

mbl.is Gefur ekki kost á sér til endurkjörs sem formaður SUS
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Eftirsjá af góðum mönnum. Gaman að sjá hvar Borgar poppar upp í staðinn.

Ásdís Sigurðardóttir, 17.8.2007 kl. 12:17

2 Smámynd: Egill Óskarsson

Það verður eftirsjá að þér. En ég virði þína ákvörðun og óska þér og þínum alls hins besta. Vonandi eigum við eftir að eiga samleið í starfinu aftur á næstu árum!

Egill Óskarsson, 18.8.2007 kl. 03:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband