Erfið leit hefst að nýju á Svínafellsjökli

Tjöld Þjóðverjanna Það var mjög dapurlegt að heyra fréttir af því um síðustu helgi að hætt hefði verið leit af Þjóðverjunum tveimur sem hafa verið týndir vikum saman og þeir taldir af. Það er því ánægjulegt að heyra að nýjar vísbendingar hafi fundist og menn geti vonandi leyst ráðgátuna á bakvið hvarfið og í það minnsta fundið lík þeirra og komið þeim til byggða, sér þeir þ.e.a.s. látnir sem flest bendir því miður til.

Leitarsvæðið er auðvitað mjög erfitt viðureignar og mikil hætta fyrir leitarmenn sem fylgir að vera staddir þar í þessari leit. Það er þó auðvitað sálrænt séð mjög erfitt að hætta leit við svo búið, enda verða aldrei raunveruleg endalok svona mála nema með því að fólkið sem leitað er að finnist, hver svo sem örlög þeirra kunna að hafa verið. Það er þó hægt að tryggja í það minnsta ættingjum að geta kvatt ástvini sína sem týnast við svona aðstæður það tækifæri að kveðja með þeim eina hætti sem fær er í raun.

Hálendi Íslands er ægifagurt og tignarlegt í senn. En hættur eru svo sannarlega þar til staðar, sem hefur sannast mjög oft þegar að veður verða válynd eða slys bera að höndum. Fjöldi Íslendinga sem og ferðamanna hafa lent í erfiðum aðstæðum á jökli og sumir þeirra hafa þar mætt skapara sínum, kvatt þetta líf á fögrum stað, sem getur verið óvæginn í sömu andrá þegar að válynd veður taka völdin. Það er fátt öruggt þar og fagur staður getur orðið vettvangur hörmulegra endaloka.

Öld er liðin frá því að tveir þýskir ferðamenn Rudloff og Knebel hurfu sporlaust í Öskju. Fyrr í sumar sá ég ítarlegan þátt Ómars Ragnarssonar, Fólk og firnindi, þar sem meðal annars er vikið að örlögum þeirra og einhvernveginn fannst þetta mál mjög spennandi. Þeir fundust aldrei. Það er óneitanlega sérkennileg tilviljun að nákvæmlega öld síðar hverfa tveir Þjóðverjar aftur og virðast hafa kvatt hið jarðneska líf í faðmi íslenskrar fegurðar eins og hún gerist best á hálendinu.

Vonandi mun björgunarmönnum takast að komast að því hvað varð um þýsku ferðamennina og leysa ráðgátuna um örlög þeirra, það sem aldrei tókst fyrir öld í tilfelli Rudloff og Knebel.

mbl.is Leitað á ný á Svínafellsjökli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband