Heimasíða ráðherra kóperuð frá a-ö

Björn & Björn Það hefur vakið talsverða athygli undanfarna daga að Björn Swift hefur kóperað frá a-ö heimasíðu Björns Bjarnasonar, dómsmálaráðherra, með athyglisverðum hætti. Ekki aðeins er allt útlit vefsíðunnar kóperað heldur er slóðin á vefinn björn.is (með ö-i) en ráðherrann hefur bjorn.is, gömlu versíónina semsagt. Það er öllum ljóst sem líta á björn.is að þar hefur allt verið gert til að stæla útlit vefsíðu ráðherrans og hvert smáatriði eins í útliti.

Mér finnst það svolítið undarlegt þegar að fólk opnar heimasíðu og getur ekki verið frumlegra en svo að stæla vefsíðu annars fólks frá a-ö með öllum lykilþáttum fyrirmyndarinnar. Eitt er að hafa eins lit eða blæbrigði svipuð en annað er að taka alla þætti og jafnvel hafa myndina af fyrirmyndinni eins. Björn Bjarnason hefur haft vefsíðu í tólf ár og þar af hefur vefsíðan verið opin með þessum brag frá árinu 2002, en var breytt örlítið á síðasta ári í borgarprófkjörinu fyrir alþingiskosningar.

Það er alltaf gleðiefni þegar að fólk opnar vefsíðu og vill koma einhverju á framfæri, annað hvort skoðunum sínum, daglegu lífi sínu eða hvað svo sem fólk vill skrifa um. En það að stæla algjörlega vefsíðu þekkts stjórnmálamanns með öllum lykilþáttum sem blasa við virkar svolítið kjánalegt, allavega að mínu mati. Það er langbest þegar að fólk opnar heimasíðu að opna nýjan vettvang með sínum hætti en ekki leita í smiðju annarra t.d. með nákvæmlega sama útlit.

Í þessu tilfelli er þetta enn undarlegra enda er Björn Bjarnason bloggari par excellance hérna heima, sannkallaður frumkvöðull í þessum efnum. Held að enginn hér heima hafi bloggað jafnlengi. Þeir eru þá allavega fáir, man ekki eftir neinum, allavega stjórnmálamanni, sem hefur sýnt aðra eins elju við skrifin og verið jafnvirkur við að tala máli Internetsins. Gleymum því enda ekki að mörgum fannst tæknin sem Björn Bjarnason byrjaði að nota árið 1995 óviðeigandi fyrir ráðherra. En það eru aðrir tímar.

Vilji fólk feta í hans fótspor eða annarra á netvettvangi á það að marka sér sinn eigin stíl og lúkk en ekki kópera frá a-ö. Einfalt mál í sjálfu sér.

mbl.is Ekki sama bjorn.is og björn.is
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Ég finn fyrir smá öfundsýki frá minni hálfu. Vildi óska þess að ég væri jafn sniðugur og "Björn.is" þegar ég gerði heimsíðuna mína.
Það er ekki bannað að gera það sem "Björn.is" gerði, því sé ég enga ástæðu að setja út á þetta hjá honum...

ES. Ég skil samt alveg hvað þú átt við

Gunnar Helgi Eysteinsson, 29.8.2007 kl. 20:08

2 Smámynd: Halla Rut

Er þetta ekki grín hjá honum?

Halla Rut , 29.8.2007 kl. 20:37

3 Smámynd: Gísli Ásgeirsson

Afrita.

Útlit. 

Gísli Ásgeirsson, 29.8.2007 kl. 21:21

4 Smámynd: Gunnsteinn Þórisson

Það á nú bara að taka þessu sem gríni :] Og ófrumlegur? Heh, þetta er nú gjörningur af bestu gerð, það að skella upp bloggsíðu eins og hver einasti íslendingur rétt eins og þú og ég væri skilgreiningin á "ófrumlegt", það að stæla bloggið svona nákvæmlega eftir þekktum Íslendingi er snilldin eina! :D Hann jafnvel photoshoppaði sig inn á bannerinn í sömu stellingu og með sömu lýsingu, gerist vart betra. ;)

Gunnsteinn Þórisson, 29.8.2007 kl. 23:49

5 Smámynd: Ester Sveinbjarnardóttir

Mér fannst þetta líka vera húmor, er nokkuð viss um að www.björn.is endist ekki eins lengi og www.bjorn.is ;)

Ester Sveinbjarnardóttir, 30.8.2007 kl. 01:54

6 Smámynd: Púkinn

Púkanum finnst nú enski tyextinn á björn.is svara þessu:

"Now, before you start thinking that I'm an egocentric maniac, it should be pointed out that this website is a spoof of Björn Bjarnarson's webpage, the Icelandic Minister of Justice and Ecclesiastical Affairs. He owns the domain bjorn.is while I'm the owner of björn.is (with the ö character, latin small o with diaeresis)."

Púkinn, 30.8.2007 kl. 12:22

7 Smámynd: Óðinn Þórisson

copy&paste - lítill maður

Óðinn Þórisson, 30.8.2007 kl. 13:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband