18 - 23

HSH Eitt helsta hitamál úr bæjarpólitíkinni hér undanfarnar vikur var ákvörðun bæjarstjórans á Akureyri að meina 18-23 ára fólki aðgang að tjaldsvæðum bæjarins um verslunarmannahelgina. Nú hefur einn efnilegasti ljósmyndarinn í bænum, Helgi Steinar Halldórsson, sett saman flotta ljósmyndasýningu með yfirheitinu 18-23 hjá Pedrómyndum hér í bæ.

Sýningin er táknræn enda eru þar myndir af 18-23 ára sjálfráða fólki sem hefur fetað sinn veg í lífinu; eru í lögreglunni, sjúkraflutningum, slökkviliðinu, í námi, á eigið fyrirtæki og fjöldamargt annað. Eru þar táknmyndir ábyrgs og öflugs fólks í samfélaginu. Segja myndirnar sína sögu mjög vel að mínu mati.

Mér líst vel á þessa sýningu Helga Steinars og styð svo sannarlega það sjónarmið sem hann er að kynna með henni. Þessi ákvörðun var röng, ég held að hún verði aldrei tekin aftur í sömu mynd. Hún einkenndist af klúðri og vandræðagangi umfram allt og var einfaldlega röng, enda var með því lokað á að hluti fólks sem er sjálfráða og ræður sér sjálft mætti tjalda hér.

Þetta er því góð ljósmyndasýning og vert að benda á hana hér, enda styð ég ekki þessa ákvörðun bæjaryfirvalda og vona að þeir hafi lært sína lexíu á þessu máli öllu. 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Ákvörðunin var ekki bara röng, heldur var hún brot á mannréttindasáttmálanum, sem við erum aðilar að. Réttast hefði verið að kæra þessa framgöngu.  Annars settu þeir sem ákvörðunina tóku sjálfa sig undir dóm og niðurstaðan er þröngsýni, fordæming og ótrúleg skammsýni og fáfræði.  Það er þeirra gapastokkur, sem þeir mega dúsa í þar til þeir vitkast.

Jón Steinar Ragnarsson, 7.9.2007 kl. 20:13

2 Smámynd: Mummi Guð

Þetta er sniðug hugmynd að þessari sýningu og vonandi fer bæjarstýran á sýninguna og sér að ungt fólk er ekki bara vandræðafólk.

Mummi Guð, 7.9.2007 kl. 20:24

3 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Þakka ykkur fyrir kommentin og pælingar um stöðu mála. Áhugavert að lesa.

mbk.

Stefán Friðrik Stefánsson, 9.9.2007 kl. 14:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband