...að þora að storka örlögunum

Richard Hammond Það er ekki hægt að segja annað en að Hamster, Richard Hammond, sé harður nagli. Þegar að hann slaðist lífshættulega og hlaut mikla höfuðáverka fyrir innan við ári við upptökur á svæsnu hraðakstursatriði (logandi hraði þar) í þrumukerrunni Vampire fyrir þáttinn Top Gear hélt ég og eflaust flestir aðrir að hann myndi hætta þar með. Það var ekki beinlínis svo. Um leið og hann komst aftur til starfa var haldið á fullt í þættinum og atriðið með slysinu var auðvitað sýnt við fyrsta tækifæri.

Og nú hefur hann sýnt að ekkert hefur breyst. Enn eitt glæfraatriðið og ekki minna öflugt. Hamster hefur öðlast orðspor fyrir að vera djarfur og ákveðinn. Þessi þáttur er auðvitað bara adrenalínkikk út í eitt og hlýtur að þurfa járnkraft til að geta gert allt sem hugurinn girnist án þess svo mikið sem að óttast neitt. Það hlýtur að þurfa enn meiri kraft að þora að leggja í svona aftur eftir svo mikil meiðsl og eiginlega nokkra aðvörun sem fólst í því um að ekkert er öruggt.

Ég hef reyndar oft hugsað um hvernig það sé að storka örlögunum svona. Í og með er það aðallexían sem Hamster er að sýna sjálfum sér og öðrum. Honum er nokkuð sama og heldur áfram því sem hann gerði. Það er líka ansi öflugt að geta eftir slysið gert þátt um lífsreynsluna að taka höggið og lenda í svo kraftmiklu atriði og tala um það, eins og eiginlega ekkert hafi gerst. Hann gerir þetta eins og að drekka vatn að því er virðist.

Persónulega er svolítið aðdáunarvert að fylgjast með þeirri fífldirfsku, ef kalla má það annars svo, sem felst í þessu hjá Richard Hammond. Hann er allavega ekki hræddur. Hann er kannski með níu líf eins og kötturinn. Þetta kallast sennilega að vera karl í krapinu, þó öðrum finnist hann leika sér einum of harkalega að eigin örlögum með því að halda uppteknum hætti.

mbl.is Hammond samur við sig
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband