Ferill Britney Spears rennur í sandinn

Britney Spears Það fór ekki framhjá neinum sem sá endurkomu Britney Spears á sviði á MTV-hátíðinni í nótt að hún er búin að vera sem alvöru tónlistarmaður og er hreinasta hryggðarmynd orðin. Ekki nóg með að hún mæmaði lagið sem spilað var heldur var hún eins og silakeppur á sviðinu, engar snöggar hreyfingar og taktfastur hraði, heldur bara ígildi uppstoppaðs hvítabjörns, svo silaleg var hún. Það þarf varla gáfaða showbiz-menn til að sjá að ferli þessarar glamúrgellu er lokið að óbreyttu.

Það er mjög vægt til orða tekið að fræg ímynd Britney Spears sem saklausrar blondínu með englablæ sé endanlega fokin út í veður og vind eftir fjölmiðlaáföll hennar undanfarið árið og fátt þar eftir sem minnir á forna frægð, ef marka má misheppnaða endurkomuna sem beðið hefur verið eftir í yfir þrjú ár. Nokkrir mánuðir eru síðan að stjarnan flippaði yfir um og rakaði af sér hárið og lét í ofanálag tattúvera sig. Það var stílbreyting sem fáum þótti líklegt að stílisti ráðleggði.

Það voru sjokkerandi myndir sem dókúmenteruðu hratt fall stjörnu. Hún gekk þó ekki alla leið til heljar og lét tattúvera skipperamerki á upphandlegginn eða djöflatákn á bakið heldur lét sér þá nægja að fá lítið brostákn á upphandlegg. Ég man þegar að Britney var að byrja að ótrúleg ímynd saklausrar stelpu, allt að því hreinnar meyjar með tæra englaásýnd, var búin til fyrir hana. Sú ímynd var kostulega hjúpuð. Hún var undir þeim merkjum mjög lengi. Á tveim til þrem árum er ferill hennar fokinn út í veður og vind og hún er orðin eins og útlifuð tuskudúkka sem heldur aðeins áfram að steypast í glötun. 

Hún virðist vera að taka sess Önnu Nicole Smith sem gleðidívu sem fer sínar leiðir og hikar ekki við að hneyksla. Ekki langt síðan að hún var mynduð nærbuxnalaus og um skeið leit hún út eins og Ripley í Alien 3. Hrá týpa vægast sagt. Britney virðist ekki lifa neinu skemmtilífi lengur, þó það sé reynt. Það er ekki fjarstæðukennt að telja að henni vanti stórlega hjálp frá glötun. Hún er nefnilega á hraðri niðurleið og aðeins spurning hvenær að hún steypist endanlega í duftið. Vona að henni verði allavega forðað frá sömu örlögum og stjörnunnar Önnu Nicole Smith.

Skelfileg örlög það - og nöpur.... fyrir hvaða konu sem er; fræga eða óþekkta. Í rauninni er þetta kennslubókardæmi um hvernig frægðin getur leikið fólk. Hún getur verið dauðadómur í sjálfu sér sé hún ekki höndluð.

mbl.is Britney Spears vakti litla lukku á MTV-verðlaununum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband