Sterk sönnunargögn - verða hjónin ákærð?

Kate McCann Miðað við fréttaflutning kvöldsins af McCann-málinu er ekki hægt að sjá annað en að stutt sé í að Kate og Gerry McCann verði ákærð fyrir að vera völd að dauða dóttur sinnar. Það að 99% líkur séu á að blóð úr dóttur þeirra hafi verið í bílaleigabíl hjónanna, fimm vikum eftir hvarf hennar, er sláandi. Þetta er sláandi viðbót í málið og virðist spurningin snúast að því hvenær en ekki hvort ákærur verði gefnar út.

Þetta mál dekkar bresku fréttastöðvarnar nær algjörlega. Horfði á Sky áðan í rúman klukkutíma og nær ekkert annað var rætt, fókusinn er á stöðuna í Portúgal og framhaldið í kjölfar þess. Þegar virðist vera farið að tala um hvað verði um börn hjónanna hvort svo sem þau verði ákærð eður ei og hvort að barnavernaryfirvöld muni skipta sér af þeim áður en langt um líður. Eins og ég sagði hér fyrir nokkrum dögum er þetta dramatísk framvinda í málinu og eiginlega of ótrúleg til að vera sönn í margra augum.

Það er hreinn harmleikur ef það er svo eftir allt saman að foreldrarnir hafi verið völd að dauða stelpunnar, falið líkið vikum eftir hvarf hennar og hafi á meðan farið um álfuna til að leita stuðnings við baráttuna um að fá hana aftur til sín. Þessi fjölmiðlaathygli fór alla leið til Benedikts páfa í Róm og stjörnur tóku málstað þeirra. Enn veit enginn hvað varð um Madelein eftir um 140 daga en sönnunargögnin varpa nýju ljósi á það hvað hefði getað gerst og hvort að hún hafi jafnvel dáið af völdum foreldra sinna og þau ekki getað höndlað framhaldið og hafið eitt stórt sjónarspil til að beina athygli annað.

Það eru margar spurningar en verulega fá svör hinsvegar sem blasa við í þessu máli. DNA-rannsóknir eru orðnar nær algjörlega öruggar og svo sterkar líkur vekja því athygli. Portúgalska lögreglan sem klúðraði málinu á frumstigi er hætt að leita að lifandi stelpu en farið að leita hinsvegar að morðingjum hennar og telur sig komna í feitt. Ekki er það óeðlilegt miðað við þessar rannsóknir. Samt sem áður er þetta að mínu mati of ótrúlegt til að vera satt og undrast enn. En það þýðir varla að deila við DNA. Framhaldið er óráðið að öðru leyti en því að væntanlega styttist í ákærur og málið fari á annað stig.

Það er alltaf skelfilegt ef foreldrar eiga þátt í dauða barna sinna og dómur yfir þessum hjónum verður þungur ef sú verður raunin að þau verði ákærð eða dæmd í þessu máli. En það hefur gerst að foreldrar hafi verið dæmdir fyrir slíkan verknað án þess að eiga hlutdeild að máli. En samt sem áður hlýtur málið að fara á annan veg vegna þessara sönnunargagna og eiginlega fróðlegast að sjá hvað tekur við núna - mun samúð almennings í garð foreldranna, sem hefur verið mikil frá fyrsta degi, gufa upp eins og dögg fyrir sólu nú?

mbl.is Portúgalska lögreglan segir DNA-sýni afdráttarlaus
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: gummih

Hvernig er það með DNA sýni er ekki ennþá gríðarlega erfitt að greina á milli DNA sýna sem koma úr systkinum af sama kyni? 

gummih, 11.9.2007 kl. 00:29

2 Smámynd: Ragnar Páll Ólafsson

Saklaus uns sekt er sönnuð! Ég bara trúi því ekki að hún eða þau myrtu barnið sitt, bara trúi því ekki. Ég held að Portúgalska lögreglan sé orðin þreytt á málinu. Eins og þú segir réttilega klúðruðu málinu frá byrjun.

Ragnar Páll Ólafsson, 11.9.2007 kl. 01:29

3 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Þau eru ekki grunuð um að hafa myrt barnið sitt, málið verður flutt sem manndráp af gáleysi. Þau eiga að hafa gefið börnunum svefnlyf svo þau fengju frið á veitingahúsinu með vinafólki sínu, en Madelene hafi ekki þolað það og dáið.

Gunnar Th. Gunnarsson, 11.9.2007 kl. 01:43

4 Smámynd: Árni Matthíasson

"Það drepur enginn Englendingur börnin sín" segir í athugasemd Árna.

Samkvæmt opinberum tölum féllu 25 börn fyrir hendi foreldra sinna í Englandi og Wales á árunum 2004-2005. Sjá hér.

Árni Matthíasson , 11.9.2007 kl. 08:20

5 Smámynd: Árni Gunnarsson

Málið liggur í augum uppi. Hjónin skjótast í mat með kunningjum spölkorn frá hótelinu. Til að geta notið matarins í næði skutla þau svefnlyfi með sprautu í smábörnin svona rétt eins og foreldrar venjulega gera. Þatta eru læknar og vita að betra er að hafa skammtinn stærri en minni því alltaf má nú búast við að brandarar geti dregist á langinn þegar slakað er á yfir góðum málsverði. Einn krakkinn er dáinn þegar hjónin koma heim og auðvitað er líkinu skutlað á felustað sem þau voru búin að finna áður "ef illa skyldi nú fara." Síðan hefst uppnámið sem auðvitað var líka búið að undirbúa og löggan lætur undir höfuð leggjast að leita að barninu undir rúminu eða bak við fatahengið en fer að svipast um í blómabeðum nærliggjandi húsa.

Eftir að hafa geymt líkið af barninu í nokkrar vikur "á góðum stað" ákveða þau að flytja það á enn öruggari stað og ná sér í bílaleigubíl til verksins. Auðvitað gera þau sér enga grein fyrir að það muni blæða úr líkinu eftir allar þessar vikur og fleygja því umbúðalausu í aftursætið eða skottið.

Þetta gengur ekki eins og til var ætlast því nú dettur löggunni í hug að skoða myndir úr eftirlitsvélum á hótelinu og þá kemst allt upp.

Ekki nenni ég nú að lengja þessa hringavitleysu frekar en segi eins og maðurinn:

Mig grunaði þetta allan tímann.  

Árni Gunnarsson, 11.9.2007 kl. 09:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband