Vandræðaleg yfirsjón í auglýsingu Símans

Umdeild auglýsingSanniði til, ég þurfti sannarlega stækkunargler til að sjá Vodafone-merkið í auglýsingu Símans. En ég sá loksins það sem varð til þess að auglýsingin margfræga var tekin úr umferð, eftir fína ábendingu er ég leit betur á málið eftir fund í kvöld. Hafði heyrt um þetta seinnipartinn og renndi hratt yfir auglýsinguna áður en ég bloggaði um málið og sá ekki neitt þar. Þegar að ég kom aftur heim beið mín tölvupóstur frá góðum vini þar sem voru fínar upplýsingar og bloggvinir bentu á þetta líka.

Þetta er óneitanlega ansi vandræðaleg yfirsjón hjá Símanum. Dýr og áberandi auglýsing og svo kemur í ljós að undir niðri er þetta dulin auglýsing fyrir Vodafone. Sjokkerandi uppgötvun allavega. Þeir hjá Vodafone hljóta að brosa lúmskt yfir þessu. Svo vekur athygli að hjá Júdasi sjálfum er víst árið 2007. Vandræðalegt.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jens Guð

  Ég verð að taka undir að þetta er spaugilega klaufalegt hjá Símanum.  Eins og mikið er lagt í dæmið. 

  Þar fyrir utan þykir mér uppstillingin á síðustu kvöldmáltíðinni - þó að hún sé sótt í frægt málverk - hálf kjánaleg.  Allir sitja sömu megin borðs í stað þess að raða sér umhverfis borðið. 

Jens Guð, 12.9.2007 kl. 02:02

2 Smámynd: Huld S. Ringsted

Ekki var ég búin að taka eftir þessu í auglýsingunni.

Huld S. Ringsted, 12.9.2007 kl. 09:04

3 Smámynd: hræsnari

Mér fannst þetta einmitt vera rúsínan í pylsuendanum og snjallt bragð hjá Símanum. Þetta eru svonefnd undirmeðvitundar skilaboð (slæm þýðing á Subliminal message). JÚDAS NOTAR VODAFONE!!

hræsnari, 12.9.2007 kl. 15:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband