Eyjólfur hressist - sætur sigur á Norður-Írum

Eiður og Eyjólfur Það er ekki hægt að segja annað en að sigur Íslands á Norður-Írum í kvöld hafi verið sætur og ánægjulegur. Það er orðið nokkuð um liðið síðan að landsliðið vann leik og hefur verið kallað eftir því. Öll gleðjumst við því auðvitað yfir sigrinum og vonandi er þetta merki um það að Eyjólfur sé farinn að hressast í orðsins fyllstu merkingu. Það sem skiptir máli er auðvitað sigur og að því er keppt.

Það setur þó svip sinn á kvöldið að við sigruðum vegna sjálfsmarks Norður-Íranna. Samt sem áður getum við mjög vel við unað. Mark Ármanns Smára Björnssonar var glæsilegt og vonandi er landsliðið að finna sinn takt þar með og við að feta rétta leið frá þeirri krísu sem uppi hefur verið. Í sumar var deilt mjög um störf Eyjólfs Sverrissonar og leiðsögn hans með liðið en hann stóð það af sér og hlaut stuðning KSÍ til að halda áfram. Vonandi eru betri tímar framundan eftir jafnteflið við Spánverja og sigurinn í kvöld.

Öll vonum við að bjartari tímar séu framundan hjá landsliðinu nú eftir þessa tvo leiki en það sem hefur verið reyndin þar áður. Við getum verið stolt af okkar mönnum því á þessu kvöldi. Það eru margir góðir nýjir leikmenn að sýna að þeir standa sig vel og nýjir tímar eru vonandi framundan - það er lykilatriði að á þessum góða efnivið verði byggt nýtt og sterkt landslið á komandi árum.

Það er sannarlega við hæfi að tileinka þennan sigur minningu Ásgeirs Elíassonar, fyrrum landsliðsþjálfara, sem lést langt fyrir aldur fram um síðustu helgi. Blessuð sé minning hans.

mbl.is Ísland sigraði Norður-Írland 2:1
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Takk fyrir kommentið Steinar.

Alveg sammála þér með Eyjólf. Hann á skilið að fá sénsa og þessi staða nú sýnir okkur vel að það er hægt að ná góðum árangri með liðið. Við verðum að endurheimta traust á liðið og það mun takast vona ég. Þetta eru fínir strákar og góður efniviður í þeim, sérstaklega þessum nýju og fersku sem hafa verið að skora í síðustu leikjum.

mbk.

Stefán Friðrik Stefánsson, 14.9.2007 kl. 00:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband