Ungir sjálfstæðismenn segja Vilhjálm og Sigrúnu Björk vinna gegn stefnu Sjálfstæðisflokksins

Sigrún Björk Jakobsdóttir Það vekur mikla athygli að talað er gegn ákvörðunum Vilhjálms Þ. Vilhjálmssonar, borgarstjóra, og Sigrúnar Bjarkar Jakobsdóttur, bæjarstjóra hér á Akureyri, í ályktun um innanríkis- og stjórnsýslumál á SUS-þingi, sem haldið var á Seyðisfirði um helgina. SUS telur Vilhjálm hafa unnið gegn sjálfstæðisstefnunni með nokkrum málum, t.d. með afskiptum af ÁTVR, klámráðstefnumálinu svokallaða og spilakassamálinu.

Sigrún Björk fær sinn skell í ályktuninni, en hörmuð er sú ákvörðun hennar að meina ungu fólki um aðgang að tjaldstæðum Akureyrarbæjar um verslunarmannahelgina í síðasta mánuði. Segir orðrétt í fyrrnefndri ályktun að þetta hafi verið óverjandi ákvörðun sem stangist á við grunnhugmyndir sjálfstæðismanna og sjálfstæðisstefnuna.

Þetta er að mínu mati mjög merkileg ályktun - það er ekki á hverjum degi sem SUS sendir svo hvöss skilaboð til kjörinna fulltrúa Sjálfstæðisflokksins á sveitarstjórnarstiginu. En með þessu sést að ungir sjálfstæðismenn hika ekki við að senda kjörnum fulltrúum tóninn mislíki þeir verk þeirra.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Auðvitað eiga menn að tala út.

Borgar- og bæjarstjóri styrkjast við gagnrýnina.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 17.9.2007 kl. 12:25

2 Smámynd: Óðinn Þórisson

Það er fáránlegt hjá ungum sjálfstæðismönnum að segja það að Villi vinstri og Sigrún séu að vinna gegn stefnu sjálfstæðisflokkins - kanski aðhyllast þau eitthvað forræðishyggju.

Óðinn Þórisson, 17.9.2007 kl. 17:56

3 Smámynd: Ingólfur Þór Guðmundsson

Ég gæti ekki verið meira sammála félögum mínum í SUS.

Þegar Villi Þór sá það að hann gæti ekki bannað sölu á bjór í stykkjatali, þá ákvað hann að beita ítökum til þess að taka kælinn sem kældi bjórinn úr sambandi.

Ef þetta var gert til þess að minnka drykkjumenn í miðbænum eða eitthvað álíka....

þá verð ég nú að segja, að menn eru helvíti slakir álkóhólistar ef bjórinn þarf nauðsynlega að vera kaldur !

Villi "Vinstri" er ekkert fjarri lagi, þegar kemur að þessum málum, ég hélt nú hreinlega að hann væri LAUMU-KOMMI !

Bæði hann og Sigrún, myndu sóma sér vel í hentistefnu flokknum, Samfylkingunni !

Ganga gjörsamlega gegn sjálfstæðisstefnunni, að mínu mati.

Ingólfur Þór Guðmundsson, 17.9.2007 kl. 19:16

4 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Kvitt ,eg er sammála SUS algjörlega/Bragð er að þá barnið finnur,segir máltækið/Halli Gamli

Haraldur Haraldsson, 17.9.2007 kl. 23:12

5 Smámynd: Sigurður Viktor Úlfarsson

Ég er ósammála þessari ályktun hvað snertir ungafólkið og verslunarmannahelgina á Akureyri.  Meira að segja SUS-fólk verður að gera sér grein fyrir því að frelsi fylgir ábyrgð. 

Ástandið þarna fyrir norðan undanfarnar verslunarmannahelgar var ólíðandi.  Margir voru búnir að væla yfir því árum saman en Sigríður hafði þó dug í sér til að taka af skarið og gera eitthvað í málinu.

Með því að útiloka 18-23 ára frá tjaldsvæðunum hvarf stríðsástandið.  Á næsta ári finnst mér að eigi að prófa að loka fyrir 18-21 árs og athuga hvort sami árangur næst.  Gangi það eftir er hægt að prófa 18-20 ára árið eftir og svo koll af kolli þangað til búið er að finna minnsta mögulega bil sem þó kemur í veg fyrir að Akureyri verði eins og Bagdad um verslunarmannahelgina.

Frelsi fylgir ábyrgð og öllum réttindum fylgja líka skyldur - SUSarar mega ekki gleyma því.

Sigurður Viktor Úlfarsson, 18.9.2007 kl. 09:47

6 Smámynd: Daði Einarsson

Ha? Er semsagt í lagi að beita hvaða ráðum sem er ef að markmiðið er nógu gott. Af hverju ekki að loka þá miðbænum - enda þá yrðu engin læti um helgar? Málið er að ákvörðun bæjarstjórans var ekki með nokkrum hætti málefnaleg og ekki virðast hafa verið skoðaðar vægari aðgerðir til að ná sama markmiði. Það að vera á móti þessum aðgerðum Villa og Sigrúnar er ekki það sama og vilja óbreytt ástand. Ákvarðanir þeirra hafa verið slæmar en ekki markmið þeirra.

Frelsi fylgir ábyrgð - en hvað gerði þessi aldurshópur til að réttlæta að yfirvöld ákveði að hefta frelsi þessa aldurshóp til að notast við opinber tjaldstæði í bænum? Að refsa hóp fyrir það að hugsanlega gætu nokkrir í hópnum gert eitthvað af sér, er að mínu mati mjög erfitt að réttlæta. Hvernig er hægt að réttlæta þessar ráðstafanir með tilvísun til sjálfstæðisstefnunnar og/eða góðra stjórnsýsluhátta?

Daði Einarsson, 18.9.2007 kl. 10:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband