Fimm ára bloggafmæli - ár á Moggablogginu

Það er ár í dag frá því að ég byrjaði að blogga hér á Moggablogginu og á morgun eru fimm ár frá því að ég byrjaði að blogga. Þetta hefur verið yndislegur tími hér síðasta árið; mjög gaman og það hefur verið notalegt að vera partur af þessu magnaða vefsamfélagi; því besta hérlendis. Áður hafði ég verið í fjögur ár á blogspot.com og því árin orðin fimm, merkilegt nokk. Verð að viðurkenna að ég hugsaði mig nokkuð um áður en ég ákvað að færa mig og sé ekki eftir því. Kom áður en mesti straumurinn kom hingað yfir og hef því séð samfélagið hér vaxa dag frá degi.

Ég er kominn með fjöldann allan af góðum bloggvinum. Meirihluti bloggvina minna hafa óskað eftir að tengjast mér. Hef kynnst miklum fjölda af mjög góðu fólki, fólki úr öllum flokkum og með ólíkar skoðanir á málunum, og svo hafa böndin við gamla og góða vini í bloggheimum, fólk sem ég hef þekkt lengi, styrkst sífellt með tengslum hér. Er kominn með góðan hóp bloggvina. Allt er þetta fólk sem ég met mikils og ég hef gaman af að kynnast nýju fólki. Fæ góð komment á skrifin og heyri skoðanir úr ólíkum áttum.

Fór yfir skoðanir mínar á moggablogginu í viðtali við Gest Einar Jónasson og Hrafnhildi Halldórsdóttur á Rás 2 fyrir nokkrum mánuðum. Sagði þar mínar skoðanir á því og fékk spurningar í staðinn um kerfið. Er mjög ánægður með allt hér og tel þetta vera eins og best verður á kosið. Er mjög sáttur við minn hlut. Vil þakka lesendum mínum fyrir að líta við og lesa skrifin og öllum þeim sem kommenta hér á skrifin og segja sína skoðun vil ég þakka fyrir að tjá sig hér.

Allar ábendingar eru góðar ábendingar hér og mjög notalegt að heyra í þeim sem hafa skoðanir á mínum skoðunum. Eina sem ég krefst er að fólk sé málefnalegt og tali á kurteisislegum nótum. Nafnleysi er ekki liðið hér. Geti fólk ekki skrifað heiðarlega og undir nafni er skoðunin dauð að mínu mati.

Eins og ég sagði í viðtalinu finnst mér gott að fá komment og fagna því ef aðrir hafa skoðun á því sem mér finnst, enda eru pælingarnar hér mínar og þær eru lifandi og ákveðnar.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Agnar Ólason

Til hamingju með eins árs afmælið - þú berð aldurinn með sóma 

Jón Agnar Ólason, 18.9.2007 kl. 11:12

2 identicon

Hamingjuóskir úr Lárusarhúsi. Þú beinir þínum skrifvendi að flokki þínum sem öðum.  Þú mátt alveg bjóða í kaffi t.d. Bláu könnuna? Liturinn er þinn.

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 18.9.2007 kl. 11:29

3 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Takk kærlega fyrir kveðjurnar.

Já, það væri gaman að hittast yfir kaffibolla Gísli við tækifæri.

mbk.

Stefán Friðrik Stefánsson, 19.9.2007 kl. 14:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband