Er málið gegn McCann-hjónunum að veikjast?

McCann-hjóninÞað er ekki beint hægt að segja að málið gegn McCann-hjónunum sé að minnka í umfjöllun fjölmiðla. Enn er það aðalfrétt um allan heim og stefnir varla í annað. Sýnist þó á nýjustu stöðu mála að málarekstur portúgölsku lögreglunnar gegn McCann-hjónunum sé að veikjast. Úrskurður dómara þess efnis að Kate McCann þurfi ekki til Portúgals í yfirheyrslu eins og lögreglan óskaði eftir gefa til kynna að málið standi veikum fótum.

Það er reyndar mjög merkilegt að dómarinn hafi óskað eftir því að tjá sig beint um málið. Nú hefur honum verið meinað það af réttarfarsnefnd í Portúgal. Framhaldið er óvíst en eitthvað virðist málið vera veikara að efnisatriðum en margir töldu í upphafi. Það eru ótrúlega margar sögusagnir í þessu máli. Það er jafnan svo að í máli af þessu tagi er margt sem gefið er í skyn og margt sem sagt er að það er erfitt að vita hverju skuli í raun trúa. Fréttaflutningur virðist það hraður að ekki er hægt að trúa öllu af honum eins og dæmin hafa sannað.

Heilt yfir virðist ekkert mál vera í höndunum fyrr en meira afgerandi sönnunargögn koma til sögunnar. Meðan að ekkert lík er í málinu finnst mér hæpið að fara algjörlega að meðhöndla málið sem morðmál og varpa gruni á foreldrana. Það virðist vera að þau hafi haldið sterkri stöðu sinni á opinberum vettvangi, það er mikill stuðningur við þau enn og ekki vilja allir trúa veikum sögugrunni lögreglunnar sem fjölmiðlar hafa hype-að upp. Enda er það einum of ótrúleg atburðarás til að hljóma sönn í gegn.

Heilt yfir er þetta mál ágætis sýnishorn á hversu mjög fjölmiðlarnir eru til í að fara með órökstuddar sögusagnir í forsíðuppslátt. Meira að segja virtar breskar fréttastöðvar hafa fallið í þá gryfju í þessu máli og ekki er hitinn í málinu að minnka þó enginn viti með vissu hvað varð um Madeleine McCann. Það er stóra spurning málsins og við henni hefur ekkert svar fengist. Það er lykilatriði sem skiptir máli á meðan að sögusagnir grassera.


mbl.is Dómara bannað að tjá sig um hvarf Madeleine
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bobotov

samhengi hlutanna er mikið stærra en AP og Reuters og mundu það

Bobotov , 18.9.2007 kl. 19:36

2 Smámynd: Gísli Bergsveinn Ívarsson

Maður er alveg hættur að botna í þessu máli

Gísli Bergsveinn Ívarsson, 18.9.2007 kl. 21:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband