Sigurjón staðfestir sögusagnir - frjálslyndur hasar

Sigurjón Þórðarson Nú hefur Sigurjón Þórðarson, fyrrum alþingismaður, staðfest formlega á bloggvef sínum sögusagnir þess efnis að forysta Frjálslynda flokksins hafi lofað honum framkvæmdastjórastöðu flokksins færi hann í framboð í Norðausturkjördæmi og næði ekki endurkjöri þar. Mikið hefur verið skrifað um málið síðustu vikur og sögusagnir ganga um að þegar hafi verið ákveðið, þó ekki hafi það verið tilkynnt og jafnvel neitað, af framkvæmdastjórn að Magnús Reynir Guðmundsson verði áfram framkvæmdastjóri flokksins.

Það virðist vera hasar innan Frjálslynda flokksins vegna málsins, sérstaklega í ljósi loforðsins um stöðuna til Sigurjóns sem væntanlega eigi að svíkja. Það má allavega skilja Sigurjón í bloggskrifunum sem svo að hann bíði eftir efndum loforðsins af hálfu Guðjóns Arnars Kristjánssonar, formanns Frjálslynda flokksins, og telji flest benda til að svíkja eigi hann um það. Á bloggsíðu Jens Guðmundssonar hér á Moggablogginu hefur verið talað opinskátt um málið og hefur Kolbrún Stefánsdóttir, ritari flokksins, átt þar í hörðum orðaskiptum við flokksmenn og greinilegt að ólga ríkir undir yfirborðinu.

Eftir því sem sagan segir mun verða fundur á veitingastaðnum Sægreifanum annað kvöld og stefnir þar í að tekist verði á um þetta mál sem og annað. Þar muni forysta flokksins mæta óbreyttum flokksmönnum og fara yfir stöðu mála, t.d. varðandi loforð til Sigurjóns um framkvæmdastjórastöðuna. Það verður áhugavert að sjá hvað gerist næst í þessum flokki sem hefur svo lengi verið þjakaður af innri átökum um menn og málefni.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Flokkurinn verður orðinn að engu fyrr en varir.

Þingmennirnir egfa þó eftir að druslast til næstu kosninga.

Flokkur sem byggir á óheilindum verður aldrei heill.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 19.9.2007 kl. 16:23

2 Smámynd: Fannar frá Rifi

Nú eru Frjálslyndir klofningarhópur frá Sjálfstæðisflokknum. Þeir hafa þegar klofnað einu sinni (fyrir síðustu kosningar). ætli þeir muni klofna enn einu sinni? 

Þeir ættu kannski að kasta burt frjálslyndisnafninu og kalla sig klofningsflokkinn. styttist í: klofningar

Fannar frá Rifi, 19.9.2007 kl. 17:39

3 Smámynd: Árni Gunnarsson

Þarna er ofurlítill misskilningur Heimir. Markmiðið er að uppræta óheilindi og þá fyrirgreiðslupólitík sem hefur klofið samfélagið í tvær fylkingar.

Þetta leiðréttist hér með. 

Árni Gunnarsson, 20.9.2007 kl. 12:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband