Kristján biđur skipaverkfrćđinginn afsökunar

Kristján L. Möller Ţađ var gríđarlegt pólitískt klúđur hjá Kristjáni L. Möller, samgönguráđherra, ađ kenna Einari Hermannssyni, skipaverkfrćđingi, einum um Grímseyjaferjuklúđriđ mikla. Seint og um síđir hefur hann nú beđiđ Einar afsökunar. Er međ ólíkindum hversu mjög Kristján hefur dregiđ ţá afsökunarbeiđni og eiginlega honum til skammar ađ hafa beđiđ svo lengi. Međ ţessu var ráđherrann ađ hengja bakara fyrir smiđ. En betra er jú seint en aldrei ađ átta sig á mistökum sínum.

Róbert Marshall, ađstođarmađur samgönguráđherra, bćtti ekki úr skák fyrir ráđherranum ţegar ađ hann geystist fram á ritvöllinn til ađ reyna ađ verja ţetta klúđur ráđherrans. Hann hafđi enga stjórn á orđavali sínu í skrifum til Bjarna Harđarsonar, alţingismanns, og minnti mig á fyllerístal varaformanns Frjálslynda flokksins í garđ undirritađs, Halldórs Blöndals og Björns Bjarnasonar, nótt eina á spjallvef fyrir ţrem árum, ţar sem hann vildi sprengja okkur til helvítis. Stjórnlaus og ómálefnaleg skrif sem voru engum manni í pólitísku starfi til sóma.

Róbert missti svo enn og aftur stjórn á sér í spjallţćtti fyrir viku ţar sem hann réđst ađ Bjarna međ skít og skömm. Var svona á tímapunkti varla ađ mađur tryđi ţví ađ ţar fćri mađur sem hefđi veriđ fréttastjórnandi á einu alíslensku fréttastöđinni í sjónvarpi. Róbert varđ sér til skammar og opinberađi sinn innri mann rétt eins og varaformađur Frjálslynda flokksins á sínum tíma. Hann varđ sér algjörlega til skammar og gengisfelldi sig svo um munađi. Hann gerđi illt verra fyrir Kristján Lúđvík Möller, sem vćntanlega vildi reyndan fjölmiđlamann til ađ ađstođa sig til ađ ná til pressunnar en ekki draga sig upp úr svađinu í leiđinni.

Kristján er mađur ađ meiri fyrir ađ játa á sig mistök sín og leysa ţennan hnút sem hann átti svo erfitt međ ađ leysa međ ađstođ Róberts Marshalls.

mbl.is Kristján biđst afsökunar
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Bćđi Kristján L. Möller og Róbert Marshall urđu sér til háborinnar skammar.

Í ţćttinum međ Bjarna Harđarsyni (sem vex viđ hverja raun) varđ hann bara aumkunnarverđur.

Kristján bćtir úr skák međ afsökunarbeiđni sinni en ég hygg ađ Róbert beri ekki gćfu til ţess.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 22.9.2007 kl. 14:33

2 Smámynd: Fannar frá Rifi

Er Kristján ekki í mjög slćmum málum núna? Ţetta mál getur endađ međ ţví ađ fylgja honum allann sinn pólitíska feril. Sérstaklega ţar sem ađstođarmađur hans fór svo mikinn eins og raun bar vitni?

Fannar frá Rifi, 22.9.2007 kl. 17:42

3 Smámynd: Stefán Friđrik Stefánsson

Ţakka kommentin.

Heimir: Algjörlega sammála. Róbert fór alveg međ sig ţarna. Hann ćtti ađ sýna sóma sinn ađ biđja Bjarna Harđar afsökunar.

Fannar: Já, ţetta er vont mál fyrir Möllerinn. Ţađ gćti fylgt honum mjög lengi vissulega, enda beiđ hann alltof lengi međ afsökunarbeiđnina. Mikiđ klúđur í alla stađi fyrir ráđherrann ađ ćtla ađ hengja bakara fyrir smiđ og koma svo á hnjánum međ afsökunarbeiđnina eftir allan ţennan tíma.

mbk.

Stefán Friđrik Stefánsson, 22.9.2007 kl. 21:45

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband