Á að nafngreina meinta kynferðisafbrotamenn?

Mikil umræða hefur verið um meintan kynferðisafbrotamann eftir umfjöllun um hann í Kompás í vikunni. Sumir hafa tekið sig til og haldið málinu áfram og nafngreint viðkomandi mann og jafnvel gengið skrefinu lengra. Hefur alla tíð verið mjög umdeilt hversu langt eigi að ganga í svona tilfellum og sitt sýnist eflaust hverjum. Mörgum var illa brugðið þegar að DV tók upp þá stefnu sem gult pressublað fyrir nokkrum árum að nafngreina menn sem sakaðir voru um að vera kynferðisafbrotamenn og miklar deilur urðu.

Mér finnst það ábyrgðarhluti að kveikja svona bál gegn fólki áður en sekt er sönnuð fyrir dómi. Það verður að meðhöndla svona mál rétt og með öðrum brag en að kveikja bál á blogginu gegn þeim sem við á. Er ég þá ekkert endilega að tala um þetta mál sem mest hefur verið rætt undanfarna heldur almennt. Vel má vera að staða hans sem lögmanns hafi gert marga arga en ég er samt þeirrar skoðunar að mál af þessu tagi eigi að fara rétta leið en nafnbirting sé ekki hið rétta.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hreiðar Eiríksson

Ég er þeirrar skoðunar að meðan á lögreglurannsókn stendur sé alveg fráleitt að nöfn grunaðra séu birt í fjölmiðlum.  Hins vegar þykir mér alla jafna eðlilegt að birta þau eftir að ákæra kemur út.  Við þetta verð ég þó að slá þann varnagla að ef vernda þarf persónu þolendanna þá er alls ekki réttlætanlegt, út frá nokkrum kringumstæðum, að birta nöfn hins ákærða/seka.  Þetta á t.d. við þegar menn verða uppvísir að því að brjóta gegn eigin börnum því að með uppljóstrun um nöfn slíkra manna væri líka ráðist að friðhelgi einkalífs fórnarlambanna.

Hreiðar Eiríksson, 22.9.2007 kl. 16:41

2 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Ég vill helst ekki hugsa um það hversu skelfilegt það er ef saklaus maður lendi í því að vera dæmdur sem barnaníðungur og hvað þá ef einhver myndi skrifa um það á bloggi.

Gunnar Helgi Eysteinsson, 22.9.2007 kl. 16:52

3 Smámynd: Gulli litli

Ég held að þetta sé rétt hjá þér að manni beri að stíga varlega til jarðar í þessum málum. En oft er það reiði sem rekur fólk áfram.

Gulli litli, 22.9.2007 kl. 17:00

4 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Er ekki þegar búið að birta nafn og ef til vill nöfn?

Sagt að einn sé að selja húsið sitt og að flýja land.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 22.9.2007 kl. 18:43

5 Smámynd: Jón Aðalsteinn Jónsson

Í þessum málum eins og öðrum á að ganga varlega um nafnaskriftir á bloggi geta verið hætulegar og þær bæta ekkert. Við lögðum af dómstól götunar og eigum að treysta réttarkerfinu þó að við seúm ekki samála því. Það má einnig hafa í huga það mkila tjón sem svona umræða getur valdið bæði sekum og saklausum. Eða hver man ekki eftir Ísafjarðarmálinu þar sem maður tók líf sitt og málið var eyðilagt aldrei verður sekt eða sakleysi sannað. Það er lka hollt að muna að ef dómstóll götunar hefði ráðið hefði ungur maður verið tekin af lífi fyrir hund sem síðan fannst upp í fjalli. Öll múgsefjun er af hinu vonda og þessvegna höfum við kerfi til að vega og meta mál utan hennar. Eitt fannst mér umhugsunarvert í sumar með hið fræga Lúkasarmál það voru kertafleytingar fyrir Lúkas Veit fólk virkilega ekki lengur hversvegna kertum er fleytt á ám til minningar um fólk og hvernig sú hefð hófst.

Jón Aðalsteinn Jónsson, 23.9.2007 kl. 16:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband