Flett ofan af einræðisherra og sjúkum kommúnisma

Maó Fáar bækur hafa orðið meiri upplifun fyrir lesendur á undanförnum árum en bók hjónanna Jung Chang og Jon Holliday um einræðisherrann kínverska Maó. Hún er yfir 800 síður en er voldug saga, sem allir sem unna stjórnmálum og sagnfræðilegum málefnum lesa með miklum áhuga. Las ég hana á nokkrum dögum fyrir nokkrum árum í ensku útgáfunni og finnst hún með þeim betri sem ég hef lesið árum saman. Þar er flett ofan af einræðisherra og sjúkum kommúnisma.

Nú er bókin komin út í þýðingu Ólafs Teits Guðnasonar, blaðamanns. Ætla ég að kaupa mér bókina nú um helgina, enda ætla ég mér að upplifa hana aftur, en nú á íslensku, sem fyrst. Það er auðvitað ljóst að bókin er með þeim umdeildustu sem komið hafa út á undanförnum árum og skapað mikla umræðu um valdaferil Maó og varpað nýju ljósi á persónu hans og stjórnmálamanninn á bak við einræðisherrann.

Það er öllum hollt að lesa þessa bók, sérstaklega mæli ég með henni við vinstrimenn. Það hafa margir dýrkað Maó, eiga Rauða kverið og hafa slegið skjaldborg utan um minningu Maó til að hefja hann upp til skýjanna. Hef ég heyrt af mörgum sem hafa átt Rauða kverið en hent því eftir að hafa lesið þessa bók. Þetta er mikil upplifun og mikilvægt að sem flestir lesi bókina. Tækifærið er sannarlega komið nú með útgáfu hennar á íslensku.

Í vikunni voru Jung Chang og Jon Holliday í ítarlegu og góðu viðtali í bókaþætti Egils Helgasonar, Kiljunni. Var áhugavert að sjá viðtalið og heyra þau segja meira frá bókinni og sögunni á bakvið Maó. Egill er að standa sig vel með bókaþáttinn og hann er sannarlega ómissandi fyrir okkur bókaáhugafólkið.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Fannar frá Rifi

Maó, Stalín og allir þessir einræðisherrar sem margir vinstri menn hafa sett í guðatölu. Eru þetta ekki menn sem væru á sama stað og Hitler ef þeir hefðu tapað? Það er enginn sem breyðir út áróður Hitler því hann tapaði. Eru Maó og Stalín ekki bara sömu týpurnar, bara þeim heppnaðist að halda í völdinn og fá menn til að breiða út boðskap sinn?

Fannar frá Rifi, 22.9.2007 kl. 21:35

2 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Margt til í þessu Fannar. Góður punktur.

mbk.

Stefán Friðrik Stefánsson, 22.9.2007 kl. 23:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband