Spenna á toppi og botni úrvalsdeildarinnar

Frá boltasumrinu Það er gott að spennan er enn í úrvalsdeildinni og að úrslit ráðist bæði á toppi og botni í síðustu umferðinni, á síðustu andartökum boltasumarsins. Enn geta nokkur lið fallið og enn eiga tvö lið möguleika á Íslandsmeistaratitlinum. FH-ingar hljóta að vera hundfúlir yfir því að hafa ekki náð að hampa titlinum á heimavelli enn eitt árið og missa möguleikana úr höndunum.

Þeir þurfa að vera nú upp á náð og miskunn Vals komnir með það hvort bikarinn haldist hjá þeim fjórða árið í röð. Eins og flestir vita hafa FH-ingar verið samfleytt á toppi úrvalsdeildarinnar í 60 umferðir, frá sumrinu 2004. Sigur Vals á FH í dag voru því mikil tíðindi. Það hlýtur að verða grátlega erfitt fyrir FH að missa titilinn frá sér úr því sem komið er, missa toppsætið í næstsíðustu umferð eftir að hafa verið komið í þá stöðu að tryggja sér hann en misst það úr höndum sér og það á heimavelli. Tapið í dag er þeim því nokkuð áfall.

En fyrir knattspyrnuáhugamenn er þetta auðvitað spennandi. Það er aldrei gaman þegar að úrslit á toppi og botni deildarinnar hafa ráðist fyrir lokaumferðina. Um leið og nú er ljóst að Valsmenn hafa stöðuna í höndum sér er jafnljóst að allt getur gerst í fallbaráttunni. KR hefði getað svo gott sem reddað sér og haldið öruggir í lokaumferðina með sigri á Fram en það breyttist á lokamínútum leiksins. Nú verða þeir að berjast. Hinsvegar hallast ég að því að það verði Víkingar sem falla, en þeir urðu Íslandsmeistarar fyrir einum sextán árum.

Frá árinu 1991 þegar að Víkingur varð Íslandsmeistari hefur aðeins eitt Reykjavíkurlið sigrað úrvalsdeildina; KR, sem varð meistari fjórum sinnum; 1999 (eftir þriggja áratuga bið), 2000, 2002 og 2003. Síðustu árin hefur KR átt erfiða tíma og er nú að berjast fyrir lífi sínu í deildinni á lokaspretti mótsins og hefur verið við botninn í allt sumar. Nú á Valur möguleika á titlinum og svo gæti líka farið að Reykjavíkurlið falli. Það verður áhugavert að sjá hvort að fókusinn að lokum á toppi og botni verði í boltanum í Reykjavík.

mbl.is Fylkir burstaði Keflavík, Víkingur tapaði, Fram og HK náðu jafntefli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband