Britney missir börnin - gleðivímunni lýkur

Britney SpearsÞað er ekki beint hægt að segja að það komi að óvörum að glamúrgellan Britney Spears missi forræðið yfir börnunum sínum, eftir þær sögur sem borist hafa af henni síðustu árin. Fregnir um gleðivímuna sem hún hefur verið í um langt skeið hafa ekki farið framhjá neinum og var eiginlega orðið tímaspursmál hvenær að hún myndi brotlenda og fá sannan skell. Þetta hefur verið hálfgerð sorgarsaga og greinilegt að hún hefur verið í afneitun yfir stöðunni.

Það fór ekki framhjá neinum sem sá endurkomu Britney Spears á sviði á MTV-hátíðinni fyrir nokkrum vikum að hún er búin að vera sem alvöru tónlistarmaður og er hreinasta hryggðarmynd orðin. Ekki nóg með að hún mæmaði lagið sem spilað var heldur var hún eins og silakeppur á sviðinu, engar snöggar hreyfingar og taktfastur hraði, heldur bara ígildi uppstoppaðs hvítabjörns, svo silaleg var hún. Það þarf varla gáfaða showbiz-menn til að sjá að ferli þessarar glamúrgellu er lokið að óbreyttu.

Það er mjög vægt til orða tekið að fræg ímynd Britney Spears sem saklausrar blondínu með englablæ sé endanlega fokin út í veður og vind eftir fjölmiðlaáföll hennar undanfarið árið og fátt þar eftir sem minnir á forna frægð, ef marka má misheppnaða endurkomuna sem beðið hefur verið eftir í yfir þrjú ár. Nokkrir mánuðir eru síðan að stjarnan flippaði yfir um og rakaði af sér hárið og lét í ofanálag tattúvera sig. Það var stílbreyting sem fáum þótti líklegt að stílisti ráðleggði.

Nú hefur hún misst börnin. Þetta er enn eitt merkið hvert stefnir hjá þessari fornu stjörnu. Ég man þegar að Britney var að byrja að ótrúleg ímynd saklausrar stelpu, allt að því hreinnar meyjar með tæra englaásýnd, var búin til fyrir hana. Sú ímynd var kostulega hjúpuð. Hún var undir þeim merkjum mjög lengi. Á tveim til þrem árum er ferill hennar fokinn út í veður og vind og hún er orðin eins og útlifuð tuskudúkka sem heldur aðeins áfram að steypast í glötun.

Britney virðist ekki lifa neinu skemmtilífi lengur, þó það sé reynt. Það er ekki fjarstæðukennt að telja að henni vanti stórlega hjálp frá glötun. Hún er nefnilega á hraðri niðurleið og aðeins spurning hvenær að hún steypist endanlega í duftið. Þetta eru í senn skelfileg og nöpur örlög. Það að hún missi börnin sín er kuldalegt endatafl í hnignun hennar.

mbl.is Ástæður þess að Britney missti forræðið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rúna Vala

...maður segir "hana vantar"

Góð grein.

Rúna Vala, 2.10.2007 kl. 10:38

2 Smámynd: Sigurbjörg Sigurðardóttir

Já þetta er sorgleg saga,mig grunar að þetta séi ekki endirinn,hef litla trú á því.Vonandi endar þetta ekki með skelfingu.

Sigurbjörg Sigurðardóttir, 2.10.2007 kl. 12:01

3 Smámynd: Sveitavargur

Svo það sé á hreinu þá mæma margir, ef ekki vel flestir, tónlistarmenn á MTV verðlaunahátíðinni, þ.m.t. 'live bönd' eins og Metallica og Mötley Crüe.  Það að ferli hennar sé lokið vegna þess að hún mæmaði verr en aðrir er kaldhæðnislegt svo ekki sé meira sagt.

Sveitavargur, 2.10.2007 kl. 15:02

4 identicon

Það er kannski ekki hægt að segja að ferli hennar sé lokið, en hann er í lægð. Óteljandi margar stjörnur sem hafa farið á botninn í einkalífinu og svo aukið vinsældirnar eftir að þau vandamál eru leyst, sé hana alveg fyrir mér á sófa hjá Opruh eftir svona 2 ár. Svo er þetta líka gott efni í VH1 Behind The Music í framtíðinni, þurfa ekki öll legends að hafa slæm tímabil til þess að segja frá? Annars var stelpan komin góða leið á því að verða næsta Madonna, hefur selt 80 milljón plötur sem er alveg helvíti mikið á tæpum áratugi og að hún tilheyrir þeim tónlistargeira sem er mest downloadað. Einnig lentu allar fjórar studíóplöturnar í fyrsta sæti í Bna en engin önnur söngkona hefur afrekað það í röð. 

Að hún hafi mæmað er ekkert það shockerandi eða hræðilegt. Britney hefur oft mæmað eða sungið með backup frá upphafi. Hún er nefnilega atvinnu dansari og er oft að dansa jafn mikið og backup-dansararnir, svo persónulega finnst mér það alveg vera réttlætanlegt svo lengi sem það er flott show og róleg lög tekin live inn á milli. Og já þetta virðist vera orðinn standard hjá Mtv og mörgum verðlaunaafhendingum að það sé mæmað hröð lög. Janet Jackson og Cher mæma oft en fá ekki sömu hörðu viðbrögð og t.d. Britney eða Ashley Simpson.

Það sem var hræðilegt við þetta atriði er það að hún var rétt að dilla rassinum, enginn almennilegur dans, mæmaði svo illa að það leit út eins og hún væri á einhverju. KLÆÐNAÐURINN hræðilegur! Hún er alveg í ágætu formi (miðað við að vera nýbökuð tveggja barna móðir), hinsvegar ekki svo góðu formi að hún geti klæðst svona. Hefði getað valið eitthvað betra og verið flott.

Þetta var í fimmta skipti sem hún flytur lag á Mtv hátíðinni en öll hin fjögur skiptin var fjallað um það sem eitt ef bestu atriðinum ef ekki það besta. Berum saman 2007 og 2000...

http://www.youtube.com/watch?v=52B4454RehA 

http://www.youtube.com/watch?v=Z_KR4t5Rg9A

Mikill munur ekki satt? 

Geiri (IP-tala skráð) 2.10.2007 kl. 17:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband