Gillzenegger sprellast í Kringlunni

Gillzenegger Það kemur sér oft vel að hafa hemil á orðum sínum í hita leiksins, enda gæti svo farið að standa þyrfti við stóru orðin. Þetta hefur Gillzenegger sannarlega reynt nú, en hann þarf nú að standa við stóru orðin um að hlaupa nakinn um Kringluna. Hann hefur verið þekktur fyrir stór orð og ekki beint hikað mikið við að tjá skoðanir sínar í gegnum tíðina. En nú þarf hann heldur betur að gleypa stoltið.

Það er reyndar spurning hvort að Garðar Örn Hinriksson, dómari, hafi í og með gert þetta að gamni sínu til að ná höggi á Gillzenegger. Erfitt um að segja svosem, en varla hefur honum þótt þetta leiðinlegt í ljósi hinna stóru orða Gillzenegger. En nú virðist kappinn þurfa að skella sér í Kringluna.

Tippa á að hann sprellist þar þó í skjóli nætur eða eitthvað svoleiðis. Varla fer kappinn að gera þetta síðdegis á föstudegi eða um hádegið á laugardegi.

mbl.is Gillzenegger hleypur nakinn í Kringlunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Páll Jóhannesson

Hér er á ferðinni enn einn athyglissjúklingurinn sem vantar athygli.

Vonandi verður þessi gjörningur framin í skjóli næstur - því ekkert hefur blessað fólkið (sem verslar í Kringlunni) sér til saka unnið, eða hvað?

Páll Jóhannesson, 2.10.2007 kl. 17:00

2 identicon

Það er alveg sama hvað sagt er... það er ekki frétt að Gillzenegger ætlar að hlaupa nakinn í Kringlunni. Það er alveg sama hvað Gillsinn gerir það er og mun aldrei vera fréttnæmt. Að Mogginn hafi fjallað um það sýnir bara hvað ekkert hefur greinilega verið að gera hjá þeim í dag.

 Einnig er þetta ólöglegt og ég hvet íslensku lögregluna til að handtaka hann þegar hann hleypur um Kringluna fyrir óspektir á almannafæri og ef hann rekst á einhvern ætti að kæra hann einnig fyrir árás með litlu vopni.

 Ég trúi varla að ég hafi eytt 2 mínútum í að skrifa um hann.

Eðvarð Þór Gíslason (IP-tala skráð) 2.10.2007 kl. 17:56

3 Smámynd: Guðrún Magnea Helgadóttir

Húrra... Loksins fáum við konur að líta augum íslenskann karlmann... ljóshærðann...Íturvaxinn... án útlitsgalla og við þurfum ekkert að borga fyrir sýninguna.

Guðrún Magnea Helgadóttir, 2.10.2007 kl. 21:11

4 identicon

Öfundsýki skýn af orðum Eðvarðs

Karl Georg (IP-tala skráð) 2.10.2007 kl. 22:11

5 identicon

hehe öfundsýki... er það ekki? Veistu nei! Ég held ekki. Ég held að það þurfi ekki nokkur maður að öfunda Gillsenegger af neinu því að mínu mati hefur hann ekkert eftirvænt að bera. Mitt álit er bara það Guðrún Magnea að fréttir af honum eru álíka jafnmerkilegar og fréttir hér forðum daga af Fjölni. Eins og fréttir í dag af Paris Hilton og af Britney Spears.

Eðvarð Þór Gíslason (IP-tala skráð) 2.10.2007 kl. 23:40

6 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Skemmtilegar umræður. Það verður fróðlegt að sjá hvaða umtal sprellihlaupið hans Gillz um Kringluna mun fá þegar að því kemur.

mbk.

Stefán Friðrik Stefánsson, 2.10.2007 kl. 23:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband