Geir Haarde syngur I Walk the Line inn á plötu

Geir H. Haarde Geir H. Haarde, forsætisráðherra, mun syngja lagið I Walk the Line, sem country-goðið Johnny Cash gerði ódauðlegt á sínum tíma, bráðlega inn á plötu með hljómsveitinni South River Band. Mun lagið verða flutt í íslenskaðri útgáfu Hjálmar Jónssonar, dómkirkjuprests. Geir söng lagið í þeirri útgáfu fyrst í kvöldverðarhófi á landsfundi Sjálfstæðisflokksins á Broadway í aprílmánuði.

Geir söng það reyndar tvisvar það kvöld, fyrst við undirleik Óskars Einarssonar yfir borðhaldi og síðla kvölds með Baggalút. Og sló sannarlega í gegn. Þetta er reyndar ekki í fyrsta skipti sem Geir syngur inn á plötu, en eins og vel er kunnugt söng hann á hljómplötu Árna Johnsen, nokkur lög einn og ennfremur eitt með Árna sjálfum. Vakti það mikla athygli, en Geir hefur þó alla tíð verið mikill söngmaður og flestir muna er hann söng Volare í skemmtiþætti Steinunnar Ólínu á sínum tíma í Sjónvarpinu.

Það er mjög góður kostur að góður formaður geti glatt með því að syngja og hann sló svo sannarlega í gegn á landsfundarhófinu með þessu lagi, sem átti vel við þá, enda ljóð sr. Hjálmars mjög gott. Það verður áhugavert að heyra Geir syngja þennan fræga Johnny Cash-slagara með South River Band.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ekki slæmur formaður að eiga.  Hann er bara flottur þegar hann tekur lagið.

Ásdís Sigurðardóttir, 3.10.2007 kl. 17:58

2 Smámynd: Kristján Pétursson

Ég hef lengi vitað að Geir væri góður söngmaður.Hlakka til að heyra hann taka lagið með South River Band.Söngmenn hafa nefnilega gott hjarta,þetta eru góð meðmæli með okkar ágæta forsætisráðhr.

Kristján Pétursson, 3.10.2007 kl. 23:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband