Stálheppinn milljónamæringur á Akureyri

Akureyri Það er ekki hægt að segja annað en að Akureyringurinn sem varð milljónamæringur í gær sé stálheppinn. Óska honum og fjölskyldu hans innilega til hamingju með auðinn og vona að þau ávaxti hann vel og njóti hans að sjálfsögðu líka. Það hlýtur að breyta lífinu og tilverunni að talsverðu leyti að auðgast um rúmlega 100 milljónir á einum degi, en vonandi heldur fólk sínum karakter í gegnum það.

Þó að viðkomandi maður vilji ekki láta nafns síns getið held ég að fullyrða megi að nú fari kjaftasögurnar strax af stað um það í þessum kyrrláta bæ við fjörðinn fagra um hver nýjasti milljónamæringurinn í samfélaginu okkar sé. Það er kannski eðlilegt að fólk vilji vita það, en ég skil manninn enn betur að vilja verða nafnlaus milljónamæringur í fjölmiðlum.

Það er fullt af fólki sem vill verða millar á einni nóttu. Það getur kannski verið erfiðara að höndla er á hólminn kemur. Skilst að þetta sé Akureyringur á sjötugsaldri. Er því sennilega veraldarvanur í lífinu og hefur upplifað sínar hæðir og lægðir, öll upplifum við þannig daga með einum hætti eða öðrum.

Það hljóta að vakna spurningar um hvað fólk geri við svona fregnir, jafnvel fólk sem stundar sinn hversdag í brauðstriti. Eflaust tekur tíma að ná áttum eftir svona mikinn lífsins gróða, en vonandi verður lífið samt eftir, þó eflaust sé hægt að gera margt sem hugurinn hefur girnst árum saman.

mbl.is Vinningshafinn gaf sig fram
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband