Helga bannað að vera með þátt á RVKFM

Helgi Seljan Það vekur athygli að frænda mínum, Helga Seljan, skuli vera bannað að vera með laufléttan sunnudagsspjallþátt á útvarpsstöð úti í bæ, þó að hann sé auðvitað vissulega sjónvarpsmaður hjá ríkinu. Virðist þetta vera ákvörðun að ofan, frá sjálfum Páli Magnússyni, útvarpsstjóra, en Þórhallur Gunnarsson, ritstjóri Kastljóss og dagskrárstjóri, hafði gefið grænt ljós á þáttinn. Slegið er því á puttana á Þórhalli ekkert síður en Helga.

Eftir því sem kjaftasagan segir mun Óli Palli á Rás 2 hafa orðið fúll, en honum var víst boðið að vera í einhverjum sjónvarpsþætti, veit ekki alveg hvaða þáttur það er en sennilega var það dómarahlutverk í þættinum þar sem söngvari bandsins hans Bubba er valinn. Ýmisleg dæmi eru um að starfsmönnum sé ekki leyft að vinna í kross, en þetta virkar spes í ljósi þess að þetta er þáttur á útvarpsstöð og mun minna áberandi, en hefði þetta verið t.d. þáttur á Bylgjunni.

Það er skrýtið að útvarpsstjóri grípi fram fyrir hendurnar á dagskrárstjóranum með þessum hætti. En hann er sennilega að reyna að hafa alla góða, enda dæmi vissulega um að ólga hafi verið vegna þess að starfsmenn sinni verkum utan Efstaleitis. Það verða semsagt engin Helgispjöll hjá Helga á RVKFM og fróðlegt hvað komi í staðinn á sunnudögum.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: S. Lúther Gestsson

Eru þetta nokkuð óeðlilegar ákvarðanir hjá Rúv og fleirum. Það var umtalað á sínum tíma þegar starfsmönnum skjás eins var bannað að fara svo mikið sem í viðtöl á öðrum sjónvarpsstöðvum.

Ég held að auðvelt sé fyrir keppinautana að bjóða þeim sjónvarps og útvarpsmönnum sem þykja skemmtilegir að vera með saklausa pistla eða annað á sínum stöðvum og bjóða þeim svo starf upp úr því.

Ekki þætti eðlilegt að bjóða Sigga Stormi að vera gestalesari veðurs á Rúv á Sunnudögum, eða að Sigmundur Ernir læsi upp það markverðasta liðinnar viku á Rúv á Mánudagskvöldum.

S. Lúther Gestsson, 6.10.2007 kl. 13:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband