Lausir endar í REI-málinu - umbi vill upplýsingar

Ráðhús Reykjavíkur Það skýrðist sama sem ekkert í REI-málinu á átakafundi borgarstjórnar. Þetta varð enginn örlagadagur. Hinsvegar er ljóst að meirihluti Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks í Reykjavík hefur engu samkomulagi náð sín á milli um framhaldið. Þrátt fyrir fjögurra tíma fund meirihlutafulltrúa, sjö sjálfstæðismanna og hins "einstaka" Björns Inga Hrafnssonar er málið á nákvæmlega sama reit og eftir blaðamannafund sjálfstæðismanna á mánudag.

Kjaftasögur segja að Björn Ingi sé byrjaður að líta annað, eða svo sagði í fréttum í kvöld. Sumir segja að ræða hans í dag hafi sýnt það. Má vera, allavega sagði hann ekkert sem skipti máli í dag, nema þá það að hann er orðinn hugsi yfir Sjálfstæðisflokknum og vill halda áfram í orkuútrásinni, gambla semsagt með peninga skattborgara. Kemur varla að óvörum, enda eftirmaður Alfreðs nokkurs Þorsteinssonar, stórfjárhættuspilara á Bæjarhálsinum í rúman áratug. Hinsvegar kom fram í máli borgarstjóra og formanns borgarráðs að sjá ætti til í sex til sjö vikur og fara í eitthvað óskiljanlegt ferli.

Ég spyr, getur meirihlutinn í borginni lifað við stöðuna sem uppi er í þessum málum í sex til sjö vikur? Er þetta á vetur setjandi í raun og veru? Það finnst mér ósennilegt. Þetta er tímasprengja sem þetta lið situr á. Í raun og veru finnst mér það. Eftir hverju á að bíða? Er þetta ástand sem meirihlutafulltrúum er áhugasamt um að halda lifandi? Eða á kannski bara að bíða og vona með að það deyji út - reiði almennings og flokksmanna gufi upp eins og óveðursskýin? Það má vel vera að einhverjir telji þetta vera mál sem geti verið óskýrt vikum saman en ég tel svo varla geta verið.

Nú hefur umboðsmaður Alþingis óskað eftir skýrum svörum í þessu máli og framundan er flýtimeðferð á dómsmáli til að skera úr um lögmæti hluthafafundar. Það er eðlilegt ferli. Það verður að fá skýr svör og öll spilin á borðið. Björn Ingi Hrafnsson beit reyndar höfuðið af skömminni þegar að hann sagðist á fundinum í dag vilja boða til annars hluthafafundar og fara yfir málin aftur. Bíddu nú hægur, af hverju var það ekki gert síðast? Af hverju lá svona mikið á? Skil þetta engan veginn. Svar hefur heldur aldrei komið almennilega á þessum ógurlega hraða sem var fyrir neðan allt.

Þetta REI-mál er engum til sóma. Það er alveg deginum ljósara. Verra er þó að þessi óvissa með stjórn mála eigi að dankast vikum saman. Ætla sjálfstæðismenn að búa við þá óvissu svo lengi? Harla ólíklegt finnst mér að nokkur sé sáttur við þessa bið. Það vakti athygli í kvöld að Dagur B. Eggertsson talaði fram og aftur bara um borgarstjórann. Björn Ingi var þar varla nefndur á nafn, en það er nú bara þannig að þeir eru báðir í snörunni saman í þessu máli. Er Dagur byrjaður að reyna að sleikja upp Binga sjálfan alveg á fullu?

mbl.is Umboðsmaður Alþingis óskar upplýsinga um REI
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband