Björn Ingi vildi staðfesta verklagið þó ólöglegt væri

Björn Ingi glottir Það er ekki að sjá að hitinn í REI-málinu sé að minnka með myndun nýs meirihluta. Þar er margt sem kraumar undir af miklum þunga. Það kemur einhvern veginn ekki að óvörum að heyra að Björn Ingi hafi viljað staðfesta verklag hins umdeilda hluthafafundar innan Orkuveitunnar síðar þó hann yrði dæmdur ólöglegur. Það er ekki undrunarefni að heyra af því að sjálfstæðismenn hefðu ekki getað skrifað upp á það.

Þetta er mjög gott dæmi um hversu mikla áherslu framsóknarmenn lögðu á ákvörðunina og skipti þá einu hvort verklagið yrði löglegt eður ei. Þetta minnisblað Björns Inga finnst mér athyglisverð viðbót við þetta umdeilda mál. Mér finnst allt þetta svokallaða REI-mál vera mjög skítugt og það virðist sífellt koma upp skítugri hliðar mála eftir því sem meira er skyggnst í það.

Í sjálfu sér þarf þetta varla að koma að óvörum. Þungi framsóknarmanna yfir því að staðfesta fyrri ákvarðanir og hitinn yfir því að ekki hafi verið vilji til að samþykkja efni þessa minnisblaðs færir endalok þessa meirihluta í sífellt betri heildarmynd.

mbl.is Vildi styðja samrunann aftur þó fundur yrði dæmdur ólöglegur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Sérðu fyrir þér að þessi stjórn sitji út tímabilið??

Ásdís Sigurðardóttir, 13.10.2007 kl. 19:30

2 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Erfitt um að segja. Það er þó alveg ljóst að ekki er byrjunin slétt og felld. Það eru skítug mál um allt og þetta verður veikt, sérstaklega með Margréti Sverrisdóttur einkum og sér í lagi.

mbk.

Stefán Friðrik Stefánsson, 13.10.2007 kl. 19:46

3 Smámynd: Kristján Pétursson

Ég tel Stefán,að borgarstjórn Reykjavíkur megi fagna því að vera lausir við Björn Inga.Því meira sem maður skoðar þessi Orkuveitumál og REI sannfærist ég betur um óheilindi þessa manns .Af sömu ástæðum fagna ég ekki nýjum meirihluta í borgarstjórn.

Viðkomandi aðilar verða  að svara Umboðsmanni alþingis og spá mín er sú að í kjölfarið verði fyrirskipuð opinber rannsókn,sem beinist að öllum stjórnsýsluaðilum Orkuveitunnar,REI,Bjarna Ármannssonar o.fl.

Kristján Pétursson, 13.10.2007 kl. 22:51

4 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Ég spái því að það fari að hitna all svakalega undir Svandísi ef fólk verður vart við að hún muni ekki hreyfa við þeim aðila sem liggur undir grun að vera höfuðpaurinn í baktjaldamakki  REI vegna þess að viðkomandi tryggir henni völdin.

Sigurjón Þórðarson, 13.10.2007 kl. 23:31

5 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Sannaðu til, Viðar minn. VG mun leggjast flöt fyrir sameiningunni, sem hún gagnrýndi svo mikið. Það eru öll prinsipp gufuð upp svo að þetta verður ekki í veginum. Sóley Tómasdóttir, varaborgarfulltrúi VG, galopnaði á stefnubreytinguna í Kastljósi í gærkvöld. Heldurðu að Bingi hafi skipt um meirihluta til að láta samrunann stöðvast? Ónei. Svandís samdi þetta af sér til að geta komist í meirihluta.

Kristján: Allir sjálfstæðismenn sem ég þekki eru fegnir að vera lausir við Björn Inga. Þetta voru leiðinleg endalok, en ég finn vissan létt í og með yfir flestum. Enda var greinilegt undir lokin að miklir hagsmunir réðu för af hálfu Binga. En já, þetta mál verður að opna og þeir sem á því bera ábyrgð verða að taka á því pólitíska ábyrgð að fullu.

Sigurjón: Já, það tel ég líka. Þetta er heit kartafla sem að Svandís heldur á og hún er fjarri því að kólna.

Þrymur: Algjörlega sammála.

mbk.

Stefán Friðrik Stefánsson, 14.10.2007 kl. 00:42

6 identicon

Ég vil taka undir með bloggaranum sem sagði að "framsóknarmenn " snéru
rassinum upp í þá átt sem skaufinn kæmi. Hann var sannspár því nú er "komið
fram nú" að SAMGYLKINGIN en kominn með sinn skaufa inn í Framsóknarflokkinn
og Framsóknarflokkurinn með sinn inn í Vinstri Græna. Líklega þurfa þessir
3 flokkar að kjúpa á kné til þess að minnsti "óháði" flokkurinn fengi
eitthvað út úr þessari "orgíu".

Það kæmi mér ekkert á óvart að þessi samruni eigi sér stutt líf, því
"stinning" "er ekki það löng og augnabliks ánægja og sæla mun fjara út.
Því tel ég að þeir aðilar sem tóku þátt í þessum "drætti" muni sjá í næstu
viku að ekkert vit er í að halda þessu áfram og segja hvort við annað "
eigum við ekki bara að vera vinir"

Engir af þessum aðilum virðast skilja tungumálið "Enska" en hvenær hefur
"enska " verið ritmál Orkuveitunnar?. Það var "kannski" útséð "plot" að
koma með þennan 20 ára samning á "ensku" fyrir stjórnarfundinn, og á sömu
stundu útskýrt fyrir þeim sem ekki skildu "ensku" hvað í samningum stóð.
Það virkaði!!!!

Öll þessi skilaboð sem hafa komið fram í þessari viku eru mjög afdrífarík
fyrir "borgarfulltrúa"borgarinnar. Meirihluti -Minnihluti.? Er einhverri
skynsemi fyrir að fara hjá þessu fólki? Ég held ekki.

Boða á til nýrrar kosninga strax á morgun -eða á mánudag til þess að sækja
umboð okkar borgarbúa til að stýra og stórna hagsmunum okkar borgarbúa.
Það er ekki gæfulegt fyrir okkur að hafa borgarstjórn sem "krítisserar
"spillingu og þá nýrri "borgarsjórn"sem ætlar að taka þátt í þeirri sömu
spillingu og þeir voru að "krítisera"

Eg held að það væri gæfuspor fyrir borgina að flokkarirnir snéru því
rassinum að okkur borgarbúum og byðu til nýrra kosninga og myndu njóta
ánægjunnar hver fyrir sig.

kv.

Eggert Guðmundsson

eggert guðmundsson (IP-tala skráð) 14.10.2007 kl. 01:14

7 identicon

Síðan hvenær hefur Svandís Svavarsdóttir verið á móti samrunam? 

Hún sat hjá á stjórnarfundi með þeim rökum að það þyrfti meiri tíma til að fara yfir málið.  Síðan hefur hún gagnrýnt margt sem kemur að REI, eins og kaupréttarsamningum, en ég hef aldrei séð hana mótmæla því að það geti í sjálfu sér verið mjög haghvæmt að sameina fyrirtækin - ef að því er rétt staðið.

Ef hún samþykkir samrunan óbreyttan (sem er reyndar ekki hægt lengur, kaupréttarsamningarnir eru t.a.m. fallnir út flestir) þá geta menn byrjað að uppnefna hana.  En svo getur verið að hún þurfi að sættast á málamiðlun og samningurinn verði samþykktur minna breyttur en hún vildi.  En hafið þið Sjálfstæðismenn ekki einmitt verið að gagnrýna VG fyrir að standa of fast á þeirra skoðun og vilja ekki gera málamiðlanir um neitt?  

Ég er einfaldlega að benda á að allt þetta sem þú ert að telja hérna upp til foráttu fyrir nýju meirihlutasamstarfi er í besta falli veik sjónarmið og önnur mál eru mun mikilvægari.

Steingrímur Jónsson (IP-tala skráð) 14.10.2007 kl. 09:46

8 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Þakka kommentið Eggert.

Það reynir á Svandísi núna, Steingrímur. En mér finnst það mjög dapurlegt hjá henni að segja það nú að hægja eigi á málinu. Einmitt núna á að velta öllum steinum, enda er þetta mál að mínu mati spillingarmál í flesta staði. Það dugar ekkert hálfkák í þeim efnum.

Stefán Friðrik Stefánsson, 14.10.2007 kl. 14:27

9 Smámynd: Ari Guðmar Hallgrímsson

Er ekki framsóknarsinnaður, og ætla ekki að fara að bera blak af þeim en voru ekki einhverjir sjáfstæðismenn í stjórn OR?,einhverju hljóta þeir að hafa ráðið,og er það ekki ódýrt hjá Vilhjálmi og Júlíusi að bera við ókunnugleika á samningnum? Ef þeir hefðu staðið í stykkinu sem stjórnarmenn og unnið vinnuna sína hefðu þeir átt að kynna sér hann áður en þeir samþykktu.Það getur verið mjög varhugavert að velta við steinum.

Ari Guðmar Hallgrímsson, 14.10.2007 kl. 17:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband