Brúðkaupshugleiðingar settar í biðferli

Viktoría og Daniel Westling Það er oft svolítið skrýtið fyrir okkur hið venjulega fólk að fylgjast með kóngafólkinu. Þar skipta hefðir og venjur öllu máli og daglegustu athafnir, sem okkur þykja svo sjálfsögð, verða jafnvel að erfiðustu rútínum að vinna úr fyrir þá sem hafa blátt blóð í æðum. Það hlýtur að vera mjög ömurlegt líf að hafa lífverði og fylgdarlið á eftir sér og þurfa að sætta sig við að einkalífið er nær ekkert. Það sem okkur þykir jafnan heilagast verður frekar utangarðs hjá kóngafólkinu.

En það má kannski segja líka hvort að þetta fólk lifi bókstaflega í öðrum heimi. Það mætti halda það af öllum glamúrnum og glæsileikanum sem blasir við dagsdaglega. Ljósmyndarar fylgja jafnan eftir daglega og friðurinn fyrir fjölmiðlum er takmarkaður. Flestir njóta athyglinnar sem fylgir fjölmiðlum en ég held að endalaus þunginn verði ekki ákjósanlegur fyrir neinn er yfir lýkur. Það hlýtur að þurfa sterk bein til að þola þennan þunga. Margir hafa sligast af honum dæmi eru um að konungleg hjónabönd hafi runnið út í sandinn vegna slíks þunga.

Fannst svolítið fyndið að lesa þessa umfjöllun um væntanlegt brúðkaup Viktoríu, Svíaprinsessu, og einkaþjálfarans Daniel Westling. Þar sem að Jóakim, Danaprins, er að fara að gifta sig þarf hún að fara í biðröð með sitt hjúskaparferli. Kannski er þetta einna helst til marks um það að þarna snýst allt um hefðir og venjur umfram allt - ástin fylgir með sem aukahlutur. Þar sem að Viktoría hefur verið í tilhugalífinu með Daníel árum saman er svolítið kaldhæðnislegt að þau þurfi að bíða eftir að hjónabandsferli Jóakims ljúki.

En ástin er ekki sett í fyrsta sætið í þessum bransa heldur hefðirnar. Þetta er nokkuð fyndið séð frá sjónarhóli okkar hinna venjulegu óneitanlega.

mbl.is Jóakim spillir brúðkaupsáætlunum Viktoríu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband