Svandís þögul - sjálfstæðismenn styðja málssókn

Svandís Það vekur athygli að Svandís Svavarsdóttir, borgarfulltrúi, sem hafði svo stór orð uppi í REI-málinu, flutti ekki ræðu á borgarstjórnarfundi í dag og er alveg þögul vegna stöðu málsins. Það hefði farið vel á því að hún hefði gefið einhverja yfirlýsingu um framhald máls hennar fyrir dómstólum þar sem taka á afstöðu til þess hvort hluthafafundur Orkuveitunnar hafi verið löglegur. Það er mjög merkilegt að Svandís sem talaði svo opinskátt um málið og var svo virk í því að krefjast réttlætis sé þögnuð.

Það er auðvitað mikilvægt að máli hennar verði haldið áfram og úrskurðað um vægi fundarins. Annað er ekki eðlilegt. Þetta hef ég sagt frá því að málið hófst og hef ekki skipt um skoðun. Nú á fundi borgarstjórnar hefur bókun borgarstjórnarflokks Sjálfstæðisflokksins um að borgarstjórnin styddi við málssókn Svandísar Svavarsdóttur vegna eigendafundar Orkuveitu Reykjavíkur verið felld en þess í stað vísað til borgarráðs. Svandís tók ekki til máls um stöðu málssóknarinnar en lagði fram bókun orðrétt um margfræga nefnd sína en sagði ekkert annað.

Mér finnst þetta mjög athyglisvert að öllu leyti. Af hverju er Svandís Svavarsdóttir allt í einu orðin þögul sem gröfin? Af hverju tekur hún ekki undir þessa fyrrnefndu bókun? Hefur afstaða hennar breyst á eigin máli? Ég taldi Svandísi eflast mjög af framgöngu sinni af málinu í upphafi og hef talað máli þess að hún fari fyrir dóm með sitt mál og undrast þögn hennar á þeirri örlagastundu sem nú er orðin með því að hún er komin í meirihluta borgarstjórnar.

mbl.is Vilhjálmur: Borgarstjórn styðji málssókn Svandísar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sævar Einarsson

Þarf stöðugt að þvaðra um þetta ? mér finnst þetta orðið ágætt, núna sjáum við hvernig þetta fer, bæði kæran hennar og hvaða svör umboðsmaður alþingis fær.

Sævar Einarsson, 16.10.2007 kl. 18:00

2 identicon

Ægir hvað með Björn viltu að hann sleppi, ber hann enga ábyrgð, Villa hefur í raun verið refsað en ekki Birni.

Ólafur Hannesson (IP-tala skráð) 16.10.2007 kl. 23:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband