Björn Ingi rannsakar sjálfan sig - óverjandi verklag

Leiðtogar Það getur varla talist annað en algjörlega óverjandi verklag að Björn Ingi Hrafnsson sitji í starfshópi sem fara eigi yfir málefni Orkuveitunnar og REI. Þetta lyktar allt af því að sópa eigi málum undir teppi og grafa málið sem fyrst. Skipan starfsstjórnar í Orkuveitu Reykjavíkur er ennfremur sett fram með þeim hætti að fulltrúar meirihlutans verði tímabundið valdir og svo muni Björn Ingi snúa þar aftur við hlið Sigrúnar Elsu Smáradóttur.

Það virðist vera sem að pólitískt sjónarspil sé í gangi að hálfu vinstrimeirihlutans í Reykjavík í málefnum Orkuveitunnar. Það hlýtur að teljast súrsætur brandari fyrir borgarbúa að sá maður sem ber eina helstu ábyrgð á málum sé skipaður í starfshóp til að fara yfir verk síns sjálfs og dæma um hvort þau séu rétt eða röng. Sjálfstæðisflokkurinn tók ekki þátt í því verklagi sem vinstrimeirihlutinn stundar og hefur skipað Hönnu Birnu Kristjánsdóttur sem sinn fulltrúa í starfshópinn en ekki Vilhjálm Þ. Vilhjálmsson, fyrrum borgarstjóra.

Mér finnst upphaf þessa svokallaða starfshóps meirihlutans ekki lofa góðu um hvernig unnið verði á komandi vikum í að gera upp þetta grútskítuga spillingarmál sem ég tel málefni Orkuveitunnar og REI undanfarnar vikur vera í grunninn. Þar þarf allt upp á borðið og heiðarlega yfirferð á málum. Ekki finnst mér líklegt að sú verði raunin með Björn Inga Hrafnsson í broddi fylkingar að hálfu meirihlutans. Innkoma hans lyktar af allt öðru en siðbót eftir spillingarmálin sem hafa riðið yfir.

mbl.is Tvær stjórnir - árekstur strax
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gísli Bergsveinn Ívarsson

Dagur sagði að nýr meirihluti myndi viðhafa fumlaus vinnubrögð.

Annaðhvort skilur hann ekki merkingu orðsins eða þá að þetta séu þau fumlausu vinnubrögð sem hann og nýr meirihluti ætli að vera með.

Gísli Bergsveinn Ívarsson, 19.10.2007 kl. 17:27

2 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Slembinn: Björn Ingi situr sjálfur í starfshópi til að fara yfir mál sem fóru úrskeiðis á hans vakt. Það kalla ég að vera í broddi fylkingar og stend hiklaust við þau orð. Heldurðu virkilega að þessi starfshópur muni vinna gegn oddamanni meirihlutans sem í ofanálag situr í sjálfum starfshópnum? Þetta lyktar mjög illa, vægast sagt.

Gísli: Já, þetta er mjög undarleg byrjun. Þau ætla að sópa þessu undir teppið, þau ætla að hafa Binga góðan. Illa er komið fyrir henni Svandísi. Allt álit mitt á henni, sem var mikið, er við það að gufa upp. Finnst hún hafa gleypt völdin og sjálfa sig frekar ódýrt.

mbk.

Stefán Friðrik Stefánsson, 19.10.2007 kl. 17:37

3 Smámynd: Áddni

Mér rennur svo hugur að ekki hefðu verið slælegri vinnubrögð ef litlu tyrkirnir úr Valhöll hefðu verið í sömu stöðu! Ekki stóð fyrir þeim að fórna greyið Villa gamla á altari pólitíkur, og virðist nú vera að sá hildarleikur sé ekki búinn.

Áddni, 19.10.2007 kl. 18:21

4 Smámynd: Páll Jóhannesson

Ég spyr mig oft þeirra spurninga - ef meirihluti sjálfstæðis og framsóknar hefði haldið, hvert framhaldið hefði orðið. Væru menn innan sjálfstæðisflokks tilbúnir að rannsaka eigin gerðir?

Páll Jóhannesson, 19.10.2007 kl. 18:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband