Kimi Räikkönen krýndur Formúlumeistari

Kimi Räikkönen Eftir nokkurra klukkustunda óvissu um meistaratitilinn í Formúlunni hefur nú verið staðfest að Kimi Räikkönen er heimsmeistari. Vonir aðdáenda Lewis Hamilton og McLaren voru í kvöld um að vegna bensínmála yrðu keppendur í þrem sætunum fyrir framan hann dæmdir úr leik en það var að lokum ekki gert. Finninn er því heimsmeistari. Varla nokkuð annað svosem í stöðunni, enda hefði það verið saga til næsta bæjar ef hann hefði verið sviptur titlinum vegna bensínmála.

Það gerist því ekki að nýliðinn Hamilton verði meistari á fyrsta ári en enn getur hann náð þeim áfanga á næstu tveim árum að verða yngsti heimsmeistari sögunnar í Formúlunni. Það var virkilega gaman að fylgjast með lokum keppninnar á þessari keppnistíð, en í fyrsta skipti í yfir tvo áratugi áttu fleiri en tveir ökumenn möguleika á titlinum. Þetta er eitthvað annað en var fyrir nokkrum árum er Michael Schumacher drottnaði yfir Formúlunni og vann fimm ár í röð.

Þó að Lewis Hamilton hafi ekki unnið titilinn nú er hann framtíðarmaður í sportinu. Það leikur enginn vafi á því. Jackie Stewart sagðist reyndar í góðu viðtali á Sky í kvöld vera þess fullviss að þessi niðurstaða gerði Hamilton enn hungraðri í titilinn að ári og myndi styrkja hann til muna. Vonandi er það rétt mat hjá þessum mikla spekingi.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta er nú ekki búið enn, Stebbi minn, McLaren er búið að láta FIA vita að það hyggist áfría þessum úrskurði.

Það má alveg halda því fram að það sé fáránlegt að láta meistaratitil ökumanna ákveðast með dómsúrskurði, en eftir þetta tímabil þá er nú lítið fáránlegt eftir.  Það er líka jafn fáránlegt að láta rangann mann verða meistara vegna þess að menn þorðu ekki að taka rétta ákvörðun vegna þess að það var þegar búið að lýsa mann sem meistara (með réttu eða röngu).

Reyndar minnir þetta mikið á Floridamálið fræga árið 2000 - þar var búið að útnefna mann sem forseta...  Við skulum vona að menn þori að taka rétta ákvörðun núna, þó afleiðingarnar verði e.t.v. ekki jafn dramatískar og þá þó menn komist að rangri niðurstöðu!

Steingrímur (IP-tala skráð) 22.10.2007 kl. 08:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband