Räikkönen nokkuð öruggur - glötuð áfrýjun

Kimi Räikkönen og Lewis Hamilton Enn vofir óvissan yfir því hvort að Kimi Räikkönen verði heimsmeistari í Formúlunni. Heldur finnst mér þó áfrýjun McLaren á niðurstöðunum í gærkvöldi vera glötuð tilraun til að reyna að breyta úrslitunum. Það væri að ég tel hreinn skandall fyrir Formúluna sem íþrótt í grunninn ef að Lewis Hamilton yrði heimsmeistari á áfrýjun af þessu tagi.

Það yrði kjammsað á því árum saman að Hamilton yrði heimsmeistari vegna ákvörðunar annarra og ég held að það væri engum til sóma allra síst hinum efnilega ökumanni sem Lewis Hamilton er. Eins og staðan er orðin finnst mér Kimi Räikkönen nokkuð öruggur um titilinn og finnst það ekki líklegt að neitt gerist meira.

Eðlilega er Fernando Alonso andvígur þessari áfrýjun. Hann hefur verið fúll í marga mánuði vegna velgengni nýliðans Hamiltons. En varla talaði Alonso með þessum hætti nema vegna þess að hann sé á útleið frá McLaren. Það bendir allt til þess að þeir muni ekki deila sviðsljósinu á næsta keppnisári.

Vonir Hamiltons á titlinum eru allavega veikar. Held að það hefði verið meiri sómi að láta þetta niður falla eftir niðurstöðu gærdagsins. Titillinn fer til finnska kappans, það tel ég alveg öruggt.

mbl.is Óvissa um titilinn vegna áfrýjunar McLaren
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Páll Jóhannesson

Svik, njósnir, kærir og guð má vita hvað er að eyðileggja annars skemmtilega íþrótt. Spurning hvort ekki sé best að láta liðin keppa bara í Play Station?

Annað ef þessu heldur áfram gæti þá verið að Sýn hafi keypt köttinn í sekknum?

Páll Jóhannesson, 22.10.2007 kl. 13:45

2 identicon

Finnst þér eitthvað eðlilegra að það sé kjammsað á því að Räikkönen sé meistari vegna þess að það var ekki tekið á bílum sem voru ólöglegir?   Vegna þess að það var ekki farið að reglum?

Steingrímur (IP-tala skráð) 23.10.2007 kl. 00:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband