Vilhjálmur Einarsson sagður látinn í Fréttablaðinu

Ég verð að viðurkenna að ég kipptist heldur betur við er ég sá í Fréttablaðinu í gær að Vilhjálmur Einarsson, hinn forni íþróttakappi, væri sagður látinn og nefndur þar sem Vilhjálmur heitinn Einarsson. Hafði það algjörlega farið framhjá mér að Vilhjálmur, sem er fyrrum skólameistari og kennari á Egilsstöðum, hefði kvatt þennan heim og ég verð að viðurkenna að ég leit inn á Íslendingabók til að athuga hvenær að hann hefði dáið. Við þá athugun komst ég að því að Vilhjálmur er sprelllifandi, eins og mig grunaði reyndar.

Fréttablaðið afsakar svo mistökin í blaði sínu í dag skilst mér, enda eðlilegt, en þetta eru mjög pínleg mistök. En mikið hlýtur það að vera ömurlegt að sjá sjálfan sig nefndan með þessum hætti og væntanlega hefur frjálsíþróttakappanum forna varla verið hlátur í huga við að lesa blaðið í gær.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: HP Foss

Það getur nú vel verið að hann hafi séð spaugilegu hliðina á þessu.

HP Foss, 22.10.2007 kl. 16:25

2 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Ég brást skjótt við í gær eins og þú sérð á bloggi mínu, enda þessi villa óskiljanleg. Við Vilhjálmur erum gamlir vinir úr frjálsíþróttunum og hlógum bara að þessu bulli. Hann sagði: "Þetta sýnir kannski það að ég hafi verið býsna duglegur við að "affrægja mig" eins og Valli vinur okkar sagði einu sinni við mig.

Ómar Ragnarsson, 22.10.2007 kl. 16:33

3 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

HP Foss: Já það vona ég reyndar, en honum hlýtur samt að hafa brugðið alveg rosalega. En vonandi sjá einhverjir spaugilegu hliðarnar á þessu.

Ómar: Ég varð alveg gáttaður þegar að ég sá þetta. Taldi fyrst varla geta verið að hann væri dáinn, enda fylgist ég jafnan vel með blöðum og fréttum almennt. Vonandi hefur hann tekið þessu létt bara. Vilhjálmur er léttur og skemmtilegur maður og hefur vonandi séð léttu hliðina á þessum mistökum blaðsins.

mbk.

Stefán Friðrik Stefánsson, 22.10.2007 kl. 16:40

4 identicon

Er samt ekki óþarfi að kalla manninn fornan? Hann er varla mikið meira en sjötugur að aldri.

Sverrir (IP-tala skráð) 22.10.2007 kl. 17:32

5 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Hvort sem hann tók þessu vel eða illa er morgunljóst að hann var feginn að fréttin var ekki á rökum reist...

Ingvar Valgeirsson, 22.10.2007 kl. 17:45

6 identicon

Þá þekki ég Vilhjálm illa ef hann tekur þetta nærri sér. Hitt er annað mál að þarna var þarna hermd "bein ræða" eftir tilteknum manni, innan gæsalappa meira að segja, þannig að þetta eru hans mistök, hinsvegar hefðu glöggir blaðamenn og umbrotsfólk átt að taka eftir þessu, en svona gerist.

Ellismellur (IP-tala skráð) 22.10.2007 kl. 18:01

7 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Ingvar: Já eflaust. Hann hefur þó eflaust klipið aðeins í handlegginn til að vera alveg viss hehe.

Ellismellur: Átti aldrei von á að Vilhjálmi hefði sárnað, en honum hefur eflaust brugðið við að sjá þetta. Veit ekki hvers mistökin eru sem um er að ræða, en þetta hefur allavega verið leiðrétt, en þetta er samt mjög pínleg villa að sjá.

mbk.

Stefán Friðrik Stefánsson, 22.10.2007 kl. 18:20

8 Smámynd: Hákon Unnar Seljan Jóhannsson

Ég fékk illa fyrir hjartað þarna Vilhjálmur er nú maðurinn sem kenndi mér alla menntaskólastærðfræðina, góður kall þarna á ferðinni og án alls vafa betri lifandi en dauður.

Hákon Unnar Seljan Jóhannsson, 22.10.2007 kl. 18:32

9 Smámynd: Gísli Bergsveinn Ívarsson

Þvílíkt klúður

Gísli Bergsveinn Ívarsson, 22.10.2007 kl. 21:57

10 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Þakka kommentin.

Gaman að heyra í þér Hákon frændi. Hvernig gengur í Bolungarvík?

mbk.

Stefán Friðrik Stefánsson, 23.10.2007 kl. 13:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband