Ölvíman kemur í veg fyrir utanlandsferðina

Það hlýtur að vera alveg skelfilegt að missa af utanlandsferðinni sinni vegna ölvímu, eins og maðurinn í Leifsstöð sem er kominn í fréttirnar fyrir einmitt það. Þessi saga er bæði kuldaleg og kómísk, vænn dassi af hvoru tveggja. Virðist hann ekki beint hafa séð á eftir vélinni í fjarska fyrst að hann varð að sofa daginn af sér í fangaklefa í boði löggæsluyfirvalda í Keflavík. Þetta er sem betur fer ekki daglegt brauð í Leifsstöð, en eflaust gerist það æði oft að fólk fær sér einn til tvo öllara áður en það heldur út í flugvél.

Var reyndar einu sinni í flugstöð á Bretlandi fyrir nokkrum árum og þar tók ég einmitt eftir einum manni sem lá greinilega mjög vel áfengismareneraður á bekkjarunu í bið eftir flugvél. Hann var þó ekki dauður eins og við segjum en það varð að benda honum nokkuð vel á að vélin væri að fara, þegar að kallið kom. Og hann staulaðist um borð, náði að redda því en svaf hinsvegar hinu værasta á leið til Íslands. Hann missti sig ekkert í vélinni eða neitt svoleiðis og bar drykkjuna vel. Var ágætlega hress er Keflavík var í sjónmáli.

Held af lýsingum að dæma að þessi maður sem svaf af sér flugferðina frá Keflavík hafi ekki verið líklegur til að brosa framan í flugfreyjurnar í vélinni og sennilega best geymdur á fjarlægum stað að sofa úr sér gleðivímuna. En það er ekki á hverjum degi sem svona fréttir koma, sem betur fer segir maður bara.

mbl.is Svaf af sér utanlandsferðina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sannar enn og aftur hvað ábyrg sala ríkisins á áfengi skilar góðum árangri. Bara einn drengur sem sat eftir með súran munn. Ef ölið væri selt í Bónus í þá hefði öll vélin endað í steininum.

Jóhann F Kristjánsson (IP-tala skráð) 29.10.2007 kl. 11:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband