Ólafur næsti landsliðsþjálfari - gott val hjá KSÍ

Geir Þorsteinsson og Ólafur Jóhannesson Ég tel að það sé gæfuspor hjá KSÍ að ráða Ólaf Jóhannesson sem landsliðsþjálfara. Hann hefur góðan bakgrunn sem þjálfari; gerði FH að liði í fremstu röð, Íslandsmeisturum þrjú ár í röð, 2004-2006, og að bikarmeisturum fyrir nokkrum vikum. Það sem landsliðið þarf á að halda nú er leiðsögn reynds þjálfara sem hefur verið sigursæll í störfum sínum.

Staða íslenska landsliðsins í knattspyrnu er ekki beysin við þjálfaraskiptin. Að mörgu leyti er þar sviðin jörð eftir þjálfaraferil Eyjólfs. Liðið vann aðeins tvo leiki undir forystu hans og við stöndum vægast sagt mjög illa í riðlinum fyrir lokaleikinn gegn Dönum eftir nokkrar vikur. Hvernig svo sem sá leikur fer er öllum ljóst að þarna tekur nú við sannkallað uppbyggingarstarf. Það sást best í leikjunum við Letta og Liechtenstein. Mikið verkefni er framundan.

Nýr þjálfari þarf að byggja sterkan hóp til verkanna og umfram allt byggja upp móralinn í liðinu, sem virðist ekki hafa verið góður undir lokin á þjálfaraferli Eyjólfs Sverrissonar. Ólafur hefur nú rúm tvö ár til að gera það sem gera þarf og honum fylgja sannarlega góðar óskir.

Held að flestir hafi trú á Ólafi og hafi það sem til þarf til að snúa liðinu til betri vegar, byggja það upp til vegs og virðingar. Það er lykilatriði nú í þeirri vondu stöðu sem blasir við.

mbl.is Ólafur ráðinn landsliðsþjálfari í knattspyrnu til ársloka 2009
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband