Björn Ingi barinn til hlýðni í nýja meirihlutanum

Björn Ingi Hrafnsson Svo virðist vera sem að Björn Ingi Hrafnsson hafi verið tuskaður til í nýja vinstrimeirihlutanum og hafi orðið undir fyrir vilja Svandísar Svavarsdóttur. Fyrst varð hann að víkja úr starfshópnum margumtalaða og nú er samruni REI og GGE úr sögunni með ákvörðun borgarráðs. Málið er komið á byrjunarreit og þær ákvarðanir sem Björn Ingi barðist fyrir að haldið yrði til streitu hafa verið ómerktar. Eftir stendur hreint borð og vonandi nýr grunnur í öllu málinu.

Eftir stendur að Svandís hefur sigur í málinu og Framsóknarflokkurinn hefur orðið að lúffa. Það er athyglisverður sigur fyrir þessa vonarstjörnu vinstri grænna. Það er svosem ekki óeðlilegt að litið sé á niðurstöðuna sem ósigur Björns Inga. Hann barðist mjög fyrir sinni hlið málsins og valdi frekar að sprengja meirihluta Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks en að beygja sig undir breytta stefnu í REI-málinu. Nú á að taka Orkuveituna fyrir í stjórnsýsluúttekt og samruninn heyrir sögunni til.

Björn Ingi er í þeirri stöðu að vera innilokaður pólitískt. Nýr vinstrimeirihluti er endastöð hans í því pólitíska tafli sem er í borgarstjórn. Það færir Degi B. Eggertssyni, Margréti Sverrisdóttur og Svandísi Svavarsdóttur öflug tromp. Öllum er enda ljóst að aldrei framar verður talað um samstarf Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks í borginni meðan að Björn Ingi leiðir Framsókn. Þarna er óbrúanleg gjá milli aðila.

Þessi gjá gerir það að verkum að vinstrileiðtogarnir geta tuskað Björn Inga til, jafnáberandi og raun ber vitni í dag. Þetta gefur vonandi fyrirheit um framhaldið og valdaminni Framsókn í borginni, þar sem hún þarf að éta ofan í sig sín fyrri stóru orð við slit fyrri meirihluta.

mbl.is Björn Ingi: Alls ekkert skipbrot
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já ekki var hann barinn í fyrri meirihluta, það tókst ekki, en var raynt

Valsól (IP-tala skráð) 3.11.2007 kl. 09:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband