Mikill áhugi fyrir jólatónleikum Björgvins

Björgvin Halldórsson Það er ekki undrunarefni að uppselt hafi orðið á innan við klukkutíma á jólatónleika Björgvins Halldórssonar í Höllinni í desember. Björgvin hefur sungið ótalmörg jólalög í gegnum tíðina og fáir hafa sungið þau fleiri hérlendis. Tónleikarnir verða eflaust upplifun af svipuðu tagi og þeir sem Björgvin hélt í fyrra með Sinfó, en þeir voru alveg frábærir. Þá áttu upphaflega að vera tveir tónleikar, en bætt var við vegna mikillar eftirspurnar. Ekki er hún minni vegna jólatónleikanna.

Er hreinlega ekki viss hvað Björgvin hefur sungið mörg jólalög. Sennilega eru þau nærri að fylla hundraðið. Hann hefur hinsvegar gefið út hið minnsta fjórar jólaplötur sjálfur og sungið á mörgum öðrum plötum með hinum ýmsu listamönnum úr ólíkum áttum. Ætlar hann að vera með gesti á jólatónleikunum og eflaust verða tónleikarnir yndislegir. Björgvin hefur jafnan gert hlutina annaðhvort upp á 110% eða sleppt þeim. Það má því stóla á vandaða umgjörð, rétt eins og fylgir plötum hans og tónleikum jafnan.

Það verður reyndar áhugavert að sjá núna hvort bætt verður við tónleikum fyrst uppselt var á innan við klukkutíma á þessa einu. Ekki yrði ég undrandi á því að reynt yrði að bæta við tónleikum fyrst áhuginn fyrir þeim er svo mikill sem raun ber vitni.

mbl.is Uppselt á jólatónleika Björgvins Halldórssonar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband