Lögreglan heldur vel á málum í Leifsstöð

Flugstöð Leifs Eiríkssonar Lögreglan hefur haldið vel á málum í Leifsstöð í dag með handtöku sjö vítisengla og með því að meina þeim landgöngu hér á Íslandi. Það skiptir lykilmáli að íslensk stjórnvöld sendi skýr skilaboð í þessum efnum með ákvörðunum sínum. Þetta er afgerandi og traust ákvörðun að mínu mati sem lögregluyfirvöld eiga hrós skilið fyrir.

Það er reyndar með ólíkindum að íslenskir bifhjólamenn vilji samstarf með einum eða öðrum hætti við útlend glæpagengi, sem þekkt eru fyrir gróft ofbeldi og dópmál, og vilji greiða götu þeirra hérlendis. Af því stafar áberandi ógn sem taka verður á án þess að hika hið minnsta.

Greiningardeild lögreglunnar hefur gert sitt vel og heilt yfir eru þetta ákvarðanir sem skipta máli og ég held að meginþorri landsmanna sé ánægður með þessa niðurstöðu sem blasir við.

mbl.is Félögum í Vítisenglum neitað um landgöngu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gísli Bergsveinn Ívarsson

Við viljum enga klámhunda eða dópistalíð

Gísli Bergsveinn Ívarsson, 2.11.2007 kl. 23:48

2 Smámynd: Kristján Pétursson

Er stoltur af aðgerðum lögreglunnar í Leifsstöð að meina vítisenglum landgöngu.Það er íslenskum bifhjólamönnum til skammar að tengjast svona liði,sem þekkt er fyrir hvers konar ofbeldi og fikniefnabrot.

Landssamtök bihjólamanna eiga að hreinsa til í sínum herbúðum og banna öll samneyti við svona ofbeldishópa.Ef þeir aðhafast ekkert í þessum málum og aðgreina sig ekki frá þeim, sem umgangast svona lið, bera þeir mikla álitshnekki gagnvart þjóðinni.Það verður fróðlegt að sjá hver framvinda þessara mála verður.

Kristján Pétursson, 3.11.2007 kl. 00:00

3 Smámynd: Sporðdrekinn

Ég hef einmitt verið að hugsa um þetta, af hverju er íslenskt bifhjólafólk að sækja í svona lið, ætli það séu tekjur að hafa? Nei ég vill ekki koma af stað sögum en ég bara skil ekki þessa ákvörðun þeirra með að bjóða Vítisenglunum til landsins.

Sporðdrekinn, 3.11.2007 kl. 02:03

4 identicon

Landssamtök bifhjólamanna geta ekki bannað einhverjum hópum að stofna klúbba, þau hafa ekki vald til þess. Mér finnst þetta vera hálf skrautlegt, sjö menn koma frá Noregi og sumir TALDIR hafa einhvern tíman brotið eitthvað af sér, þetta var nóg til þess að ekki bara tíu manns væru sendir heldur margir tugir, já það er gaman í hermannaleik. Ég er svo sem ekki hlyntur þesum vítisenglum, en öllu má nú ofgera, og minnir þetta óneitanlega á hysteríuna sem myndaðist við klámráðstefnuna í fyrra.

Valsól (IP-tala skráð) 3.11.2007 kl. 09:05

5 Smámynd: Auðbergur Daníel Gíslason

Lögreglan á Íslandi á að vernda borgarana og hún er að gera það. Ég kæri mig ekki um neina Vítisengla á ferð á Íslandi. Ég vann rétt hjá Ásbyrgi í sumar og þar var árshátið Sniglana haldin í Skúlagarði sem er þar rétt hjá. Þetta var ekki fögur sjón sagði fólkið sem með mér vann. Mikið af þessu fólki var blindfullt langan tíma. Hins vegar er alls ekki allt fólk sem að ekur á mótorhjólum slæmt fólk, fjarri því. En telji lögreglan að Vítisenglarnir eigi ekki að koma til landsins er sjálfsagt að meina þeim landgöngu.

Auðbergur D. Gíslason

14 ára Sjálfstæðismaður

Auðbergur Daníel Gíslason, 3.11.2007 kl. 13:38

6 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Þakka kommentin.

Ég hef farið vel yfir skoðanir mínar á þessu og það er gott að flestir eru sammála mér í þessum efnum. Það blasir við öllum að við höfum ekkert með Vítisengla að gera hér á landi og það varð að taka á komu þeirra til landsins. Þetta er glæpagengi og það þarf að taka á því föstum tökum. Það er mér óskiljanlegt að íslenskir bifhjólamenn vilji eiga eitthvað samstarf við þessa menn. Eins og Guðmundur bendir á hafa Fáfnismenn verið bendlaðir við ofbeldi og eru svartur blettur á bifhjólabransanum hérna heima.

mbk.

Stefán Friðrik Stefánsson, 3.11.2007 kl. 15:06

7 Smámynd: Egill Óskarsson

Ég veit ekki til þess að Fáfnismenn séu einhverjir sérstakir málsvarar Sniglanna eða mótorhjólamanna á Íslandi yfirhöfuð. Þetta er frekar fámennur hópur fólks sem endurspeglar engan vegin þann mikla fjölda sem stundar hjólamennsku á Íslandi.  

Egill Óskarsson, 3.11.2007 kl. 18:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband