Jafntefli í háspennuleik

Úr leik Man Utd og Arsenal Það er óhætt að segja að háspenna hafi einkennt leik Manchester United og Arsenal. Gallas tókst að jafna metin á síðustu mínútu, þegar að flestir stuðningsmenn Manchester United voru farnir að fagna sigri, og er því hetja Arsenal í dag. Spennan heldur áfram í deildinni og eflaust eru stuðningsmenn ManUtd hundfúlir með úrslitin.

Það stefnir í áhugavert einvígi Arsenal og Manchester United á næstu vikum. Þess sáust öll merki í leiknum í dag hversu baráttan er hörð. Hef jafnan verið stuðningsmaður Manchester United. Hef fylgst með enska boltanum nokkuð lengi og haft gaman af. Það er lykilatriði að hver eigi sitt lið og fylgi þeim út í rauða dauðann.

En þetta var sannarlega spennandi leikur og vonandi verður baráttan um titilinn í ár hörð og spennandi.

mbl.is Gallas jafnaði á síðustu mínútu, Arsenal - Man.Utd 2:2
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óðinn Þórisson

Stefán hvernig dettur þér í hug að eiða þínum tíma í  að blogga um ekki neitt. Stilltu nú frekar á sýn2 kl.17.00.

Óðinn Þórisson, 3.11.2007 kl. 16:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband