Mun Musharraf geta haldið uppi einræði í Pakistan?

Musharraf og Bhutto Það er dapurlegt að heyra fréttirnar af einræðislegum tilburðum Pervez Musharraf í Pakistan, en herlög hans og alræðisvald munu ekki leysa neinn vanda. Þessar gerræðislegu ákvarðanir lykta af ótta Musharraf við að missa völdin. Hann hefur hertekið hæstarétt Pakistans af ótta við að rétturinn teldi hann ekki kjörgengan til forsetaembættis og myndi því ekki staðfesta umboð hans á valdastóli næstu árin.

Það er ánægjulegt að Benazir Bhutto, fyrrum forsætisráðherra Pakistans, hafi tekið af skarið með afgerandi hætti og taki sér stöðu með stjórnarandstöðunni í baráttunni fyrir því að binda endi á ógnarstjórn hersins og einræðislegum tilburðum Musharraf, sem setur á herlög til þess eins að reyna að herða tök sín í vondri stöðu, allt að því óvinnandi. Bhutto talar skýrt í þessum efnum og hefur allar forsendur til að verða sá sterki leiðtogi sem Pakistan þarf á að halda nú í skugga ógnarstjórnar hersins. Ákvarðanir Musharrafs munu aðeins styrkja andstöðuöflin og þetta er engin lausn í stöðunni.

Það verður áhugavert að sjá hvað vesturveldin gera nú. Musharraf hefur notið velvildar víða en það virðist vera að fjúka út í bláinn með nýjustu vendingum í stöðunni. Lýsingarnar á handtökum andstöðumanna, yfirtöku fjölmiðla og hæstaréttar segja allt sem segja þarf um það einræði sem sett hefur verið á í Pakistan, enn sterkari versíón af yfirtöku Musharrafs á Pakistan en var er hann tók völdin með hervaldi fyrir tæpum áratug og sparkaði Nawaz Sharif frá völdum. Það er ekki óvarlegt að telja þessar aðgerðir valdarán, enda ljóst að umboð forsetans var að renna honum úr greipum.

Það er sérstaklega alvarlegt mál ef Musharraf ætlar að afstýra lýðræðislegum þingkosningum í landinu í janúar. Þessi skref sem hann hefur stigið síðustu 40 klukkustundir flokkast ekki undir neitt annað en einræðislegan endaleik alræðisvalds sem er að missa tök á stöðunni og reyna að styrkja veikar stoðir.

mbl.is Bhutto sakar Musharraf um valdarán
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband