Á löggan að vera leigubílastöð ölvaðra?

Löggan Það er athyglisvert að lesa fréttina um ölvaða manninn á Selfossi sem vildi að löggan keyrði sig beina leið til Reykjavíkur en var neitað um það. Heilt yfir er ekki æskilegt að lögreglan endi eins og leigubílastöð ölvaðra. Það á varla að vera verk lögreglunnar að keyra ölvaða sveitarfélaga á milli án þess að því fylgi erindi. Leigubílar eru til staðar til að taka á svona málum ef í harðbakkann slær.

Það er reyndar oft spes að heyra fréttirnar af þeim ölvuðu sem vantar far. Ófáar þeirra hafa orðið goðsagnakenndar og bætt við sig talsverðu í meðförum manna á milli. Það er vissulega svo að þeir sem verða mjög ölvaðir keyra ekki burt af vettvangi séu þeir handteknir. Heilt yfir væri eðlilegast, sé ekki möguleiki á að koma þeim til síns heima fljótt og vel innan eigin sveitarfélags, að þeir sofi úr sér hjá lögreglu eða komið burt þá með leigubílum ella, þar sem þeir eru þá til staðar.  

Það er varla hægt að ætlast til að það sé í verkahring lögreglu að ferðast sveitarfélaganna á milli til að fara með fólk heim til sín. Þetta virðist þó hafa farið ágætlega á Selfossi, enda fékk viðkomandi maður að sofa nóttina og ölvímuna af sér hjá lögregluyfirvöldum.

mbl.is Vildi fá far með lögreglunni til Reykjavíkur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband