Fjöldamorðinginn í Jokela-skólanum deyr

Pekka-Eric AuvinenFjöldamorðinginn Pekka-Eric Auvinen, sem myrti átta manns í Jokela-framhaldsskólanum í Tusby í Finnlandi, lést í kvöld af sárum sínum í Töölö-sjúkrahúsinu í Helsinki. Þetta er mikil sorgarsaga og að vissu marki leitt að Auvinen lifði ekki til að hægt væri að heyra hans hlið þessa mikla harmleiks sem hann var valdur að. Þetta skelfilegasta fjöldamorð í norrænni sögu stendur enda eftir sem óráðin gáta sem þarf að leysa án fjöldamorðingjans.

Þar standa nú aðeins eftir spurningar eins og brot í stóru púsli, þau munu vonandi ná að mynda heilstæða mynd að lokum - mynd sem sýnir atburðarásina í réttu ljósi og svarar því sem eftir stendur að lokum. Fyrst og fremst er þetta mál mikið áfall fyrir okkur á Norðurlöndum. Við höfum talið okkur trú um það að við lifum í vernduðu samfélagi, það sem gerist af þessu tagi í Bandaríkjunum sé fjarlægur veruleiki og komi okkur ekkert svo mikið við. Þetta er veruleiki sem hefur nú náð til okkar á þessu samnorræna svæði. Það er skelfilegt.

Mér finnst í grunninn þetta sýna okkur að við lifum ekki í vernduðu samfélagi. Það getur verið klikkað fólk á ferli hvar sem er, fólk sem getur breytt örlögum þeirra sem við þekkjum á augabragði. Fyrst svona skelfingaratburður getur átt sér stað í norrænum framhaldsskóla þurfum við að líta á heildarmyndina öðrum augum. Það sem gerist í Bandaríkjunum er ekki lengur veruleiki sem er okkur fjarlægur. Þetta er dapurleg lexía sem við sjáum gerast með þessu. Það er ekki lengur hægt að líta á þennan veruleika sem bandarískan, sem fjarlægan.

Öll vottum við Finnum samúð okkar. Þetta er þeim gríðarlegt áfall skiljanlega, þetta er þó ekki bara áfall þeirra heldur okkar allra. Þessi veruleiki er sláandi í okkar umhverfi.


mbl.is Forseti Íslands sendi Finnum samúðarkveðjur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Halló!

    En thar sem ég á Heima í Finnlandi finnst mér ég verða að skrifa eikvad en. En hér fan ég kannski fist og fremst firrir hjá sjálfum mér hvad thetad var skritid ad thetad skildi vera ad ské fyrir fyrir framan mig eða um 15 km metrum í burtu ef ég æti kraka á svipuðum aldri thá vári kannski ekki óvist hvort their væru í thesum skóla.En ég votta Finnum mína innilegustu samúð.     

                                                                      Hjörtur Ólafsson.
 

Hjörtur ólafsson (IP-tala skráð) 8.11.2007 kl. 06:12

2 identicon

Gott innlegg Stebbi. Margir skólafræðingar fjallað um svipaðar hörmungar. Nú þegar verið rabbþættir í norska og danska sjónvarpinu. Tek undir samúðarkveðjur til Finna.

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 8.11.2007 kl. 09:52

3 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Ég held að sú klikkun í bandarísku þjóðfélagi sem hefur valdið fjöldmorðunum þar sé smitandi og að smitleiðirnar séu í gegnum kvikmyndir og fjölmiðla...

Greta Björg Úlfsdóttir, 8.11.2007 kl. 10:57

4 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Þakka ykkur kærlega fyrir kommentin.

Hjörtur: Góðar kveðjur til Finnlands. Gott að heyra frá þér og þína hlið á þessu. Þetta er svakalegt mál en vonandi geta Finnar horft yfir sorgina og reiðina, en eflaust er staðan núna sambland af báðu. Þetta er mikið högg fyrir Norðurlöndin, ég lít allavega svo á. En Finnar eru sterkir og þeir komast í gegnum þetta. En þetta fjöldamorð breytir miklu. Ógnin mikla er komin hingað. Það er nöturleg staðreynd.

Gísli: Þakka góð orð um skrifin. Það er mikilvægt að fara yfir málefni skólanna. Lít á Finnland í raun sömu augum og skólana hér. Sé þessi veruleiki undir niðri þar getur það gerst hér. Þetta er dapurlegur veruleiki.

Gréta: Já, vissulega hefur það smitast. En þetta hefur ekki bara gerst svosem í Bandaríkjunum. En það er skelfilegt að upplifa þetta eftir allt sem sagt hefur verið um að þetta sé einangraður vandi. Það tal gildir ekki lengur. Það er þó ljóst að byssumyndir og myndrænt ofbeldi í sjónvarpi gerir sitt, held að tölvuleikirnir séu ekkert skárri.

mbk.

Stefán Friðrik Stefánsson, 8.11.2007 kl. 16:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband