Engin fyrirsögn

Fjórđa ráđuneyti Davíđs Oddssonar tekur viđ völdum
Í gćr urđu ríkisstjórnarskipti á Bessastöđum. Síđari ríkisráđsfundur fráfarandi ríkisstjórnar hófst klukkan 11. Ţar létu Páll Pétursson og Sólveig Pétursdóttir formlega af ráđherraembćttum. Páll eftir 8 ára setu sem félagsmálaráđherra og Sólveig eftir 4 ár á stóli dómsmálaráđherra. Klukkan 13:30 hófst ríkisráđsfundur ţar sem ný ríkisstjórn Sjálfstćđisflokks og Framsóknarflokks undir forsćti Davíđs Oddssonar tók viđ völdum. Er ţetta fjórđa ráđuneyti Davíđs í röđ, en slíkt er einsdćmi á Íslandi, en Davíđ hefur nú setiđ rúm 12 ár á stóli forsćtisráđherra. Lengur en nokkur annar Íslendingur. Um miđjan septembermánuđ á nćsta ári mun hinsvegar Halldór Ásgrímsson taka viđ embćtti forsćtisráđherra af Davíđ. Á fundinum tóku tveir nýjir ráđherrar sćti ţeirra sem fyrr er getiđ. Björn Bjarnason fyrrv. menntamálaráđherra varđ dómsmálaráđherra og Árni Magnússon varđ félagsmálaráđherra. Eins og ég hef áđur sagt frá munu frekari breytingar verđa á ríkisstjórninni á nćstu mánuđum. Á gamlársdag tekur Ţorgerđur Katrín Gunnarsdóttir sćti sem menntamálaráđherra og Sigríđur Anna Ţórđardóttir verđur umhverfisráđherra í september 2004. Jafnframt verđur einn ráđherra Framsóknarflokksins ađ standa upp til ađ rýma fyrir sjöunda ráđherra Sjálfstćđisflokksins í september á nćsta ári. Ţađ eru ţví margar breytingar og jafnframt spennandi í vćndum á ráđherraliđinu. Á mánudag kemur Alţingi Íslendinga saman í fyrsta skipti á nýju kjörtímabili.

Eurovision 2003 - stóra stundin í kvöld!
Stóra stundin er í kvöld hjá Birgittu okkar í Riga. Vona ađ henni gangi sem allra best, veit ađ hún mun gera sitt besta og verđa okkur til sóma. Hvet alla til ađ lesa magnađa bloggsíđu félaganna Gísla Marteins og Loga Bergmanns sem lýsir vel stemmningunni hjá okkar fólki úti. Viđ vonum ţađ besta međ kvöldiđ.

3 ár á Innherjavefnum
Í dag eru 3 ár liđin frá ţví ađ ég skrifađi mitt fyrsta komment um stjórnmál á spjallvefinn Innherja á visir.is. Tíminn er fljótur ađ líđa, hefur veriđ bćđi lćrdómsríkt og gaman ađ tjá sig ţarna og heyra skođanir annarra. Hef ég veriđ málsvari minna skođana og ekki hikađ viđ ađ verja ţađ fólk sem ég treysti, t.d. í stjórnmálum. Hef ég oft heyrt ađ ég sé trúr mínum flokki ţarna, vissulega er ţađ rétt. Skammast ég mín ekki fyrir ađ verja mína stefnu og mitt fólk, rétt eins og ađrir gera ţarna sýnist mér. Ćtla ég ađ halda áfram ađ skrifa komment ţarna eftir ţví sem mér finnst ástćđa til ađ leggja orđ í belg og tjá skođanir mínar. Ţađ er alltaf gaman ađ tjá skođanir sínar á opinn vef og ţađ undir nafni, tel réttast ađ standa og falla međ skođunum mínum og hef ţví í ţessi ţrjú ár notast viđ nafn mitt sem notandanafn.

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Hver er summan af sjö og níu?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband